Kristján Jóhannsson gefur tónlistardeild Listaháskóla Íslands veglegt nótnasafn

Í vikunni tók tónlistardeild Listaháskóla Ísland  á móti rausnarlegri gjöf Kristjáns Jóhannssonar, tenórsöngvara. Gjöfin er fjölbreytt og veglegt safn nótna sem tilheyrðu sópransöngkonunni Doriet Kavanna en hún var eiginkona Kristjáns og lést árið 1983. Gjöfin er til minningar um söngkonuna. Safnið spannar óperutónbókmenntir allt frá miðaldar-og barokktímans, til dagsins í dag. 

Saga Kristjáns er einstök. Hann hefur verið feiknarlega ötull söngvari og unnið til verðlauna og viðurkenninga víða um heim, ásamt því að syngja í virtustu óperuhúsum á borð við La Scala í Mílanó og Metropolitan í New York.

Það verður spennandi að grúska í safninu sem geymir ótal gersemar.
Tónlistardeildin þakkar Kristjáni kærlega fyrir þessa góðu gjöf.

airbrush_20220818094237.jpg
Frá vinstri: Hanna Dóra Sturludóttir, Kristján Jóhannsson, Þóra Einarsdóttir, Tryggvi M. Baldvinsson.