Ráðið hefur verið í níu stöður á sviði arkitektúrs, hönnunar- og myndlistar við Listaháskóla Íslands. 

 
Arkitektúrdeild 

 

Arna Mathiesen hefur verið ráðin dósent í arkitektúr 

Arna lauk BA (hons) frá Kingston Polytechnic School of Architecture 1991 og M.Arch frá Princeton University School of Architecture 1996. Auk þess lauk hún árs námi við Arkitektúrskólann í Osló og árs námi í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem stundakennari við Listaháskóla Íslands, við Landbúnaðarháskóla Íslands og Arkitektaskóla Oslóar (AHO). Arna hefur undanfarin nítján ár starfað undir merkjum April Arkitekter AS, en hún er annar tveggja stofnenda og eigenda stofunnar ásamt Kjersti Hembre. Arna hefur unnið að á fjórða tug arkitektúrverkefna á Íslandi og í Noregi. Hún hefur unnið að 36 tillögum í opnum og lokuðum samkeppnum, aðallega í Noregi og á Íslandi, og hafa þrjár þeirra hlotið fyrstu verðlaun. April Arkitekter fengu fyrstu verðlaun í Europan07 samkeppninni í Stavanger. Þá hafa þær sýnt verkefni á fjölmörgum sýningum, m.a. á Borgartvíæringnum í Seoul og Arkitekturmuseet í Osló. Verk April Arkitekter hafa hlotið umfjöllun á alþjóðlegum fagvettvangi arkitektúrs. Arna er á meðal ritstjóra og höfunda bókarinnar Scarcity in Excess: The Built Environment and the Economic Crisis in Iceland sem kom út árið 2014 á vegum arkitektúrforlagsinsActar. Greinar hennar hafa birst m.a. í Architectural Digest og A10. Arna hefur haldið á annan tug fyrirlestra á fagvettvangi víðs vegar um heim, m.a. í Bókmenntahúsinu í Osló, við háskólann í Seoul í Suður-Kóreu, Arkitektaskóla Oslóar (AHO), arkitektadeild Manchester-háskólans og Sapienza-háskólann í Róm. Hún var í alþjóðlegu rannsóknarteymi sem hlaut evrópskan HERA-rannsóknarstyrk árið 2010. 
 
Birta Fróðadóttir hefur verið ráðin lektor og fagstjóri BA í arkitektúr 
Birta lauk BA prófi í arkitektúr 2005 og MA prófi í arkitektúr 2008 frá Det Kongelige Danske Kunstakademiets arkitektskole og löggildingarprófi mannvirkjahönnuða 2014. Hún hefur gengt starfi aðjúnkts við arkitektúrdeild Listaháskólas frá 2021, en kom þar áður að kennslu sem stundakennari frá 2017. Birta er sjálfstætt starfandi arkitekt, en hefur unnið sem arkitekt á stofum á Íslandi (Gláma-Kím) og í Danmörku (Primus Arkitekter, Cornelius + Vögeog MASU planning). Birta hefur unnið að þremur tillögum sem hlutu fyrstu verðlaun í samkeppnum á Íslandi og í Danmörku. Hún hefur tvisvar hlotið starfslaun hönnuða og hlaut verkefnastyrk frá Statens kunstfond í Danmörku 2012. Birta starfar einnig þverfaglega á sviði myndlistar og í samstarfi við myndlistarfólk. Hún hefur sýningarstýrt fimm sýningum, m.a. í Hafnarborg, og hefur gert tvær heimildamyndir. 
 
Massimo Santanicchia hefur verið ráðinn prófessor og fagstjóri MArch í arkitektúr 
Massimo stundar doktorsnám í menningarfræðum við Menntavísindasvið og Hugvísindasvið, Háskóla Íslands, áætluð námslok 2022. Auk þess er hann með fullnaðarpróf í arkitektúr frá Ítalíu, tvær meistaragráður í arkitektúr- og borgarfræðum frá AA og LSE í London sem og diplóma í landmælingum frá Ítalíu. Hann hefur gegnt stöðu dósents í arkitektúr við Listaháskóla Íslands síðan 2016 og fagstjóra bakkalárnáms í arkitektúr síðan 2017, en þar áður stöðu lektors frá 2014 og verið stundakennari við skólann frá 2004. Hann hefur gegnt stöðu gestaprófessors við AA í London, Shadong Jianzhu háskólann í Kína og við La Sapienza háskólann í Róm. Massimo hefur verið sjálfstætt starfandi arkitekt síðan 2000. Hann hefur einnig starfað m.a. á stofunni Arkitektur.is, EDAW í London, Studio de Eccher í Feneyjum og á Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar. Hann hefur komið að fjölda verkefna á sviði arkitektúrs og hönnunar. Massimo tók virkan þátt í fjórum samkeppnistillögum sem hlutu viðurkenningu á árunum 2016-2018, s.s. vegna hönnunar stjórnarráðsins, hafnarsvæðisins í Hafnarfirði og rammaskipulags Garðabæjar, sem faglegur ráðgjafi fyrir SEI arkitekta. Hann hefur komið að fjölda samkeppnistillaga þar af fjórum sem hlotið hafa viðurkenningu: Aura Light (2006, vöruhönnun, fyrstu verðlaun, Orkuveitan), Skólaþing (2007, innanhúshönnun, fyrstu verðlaun, Alþingi), Rauði dregillinn (2010, borgarhönnun, fyrstu verðlaun, Reykjavíkurborg) og Skuggaskógur (2013, innsetning, sérstök verðlaun, Orkuveitan og Hönnunarmiðstöð Íslands). Hann hefur birt ritrýndar fræðigreinar í tímaritum, m.a. í Nordic Journal of Architectural Research, The Journal of Public Space, og The Architect. Árið 2019 birtist grein eftir hann í Building Material 22 og árið 2018 bókakafli í bókinni Formation: Architectural Education in a Nordic Perspectivesem kom út á vegum Nordic Baltic Academy of Architecture. 
 
Óskar Örn Arnórson hefur verið ráðinn lektor í arkitektúr 
Óskar stundar doktorsnám við Columbia University Graduate School of Architecture, Planning and Preservation (GSAPP), Bandaríkjunum og er útskrift áætluð í haust. Óskar er auk þess með BA í arkitektúr frá KADK, B.Arch frá Cooper Union og tvö meistarapróf í arkitektúrfræðum frá Columbia háskóla. Á síðustu árum hefur hann kennt við ýmsa skóla t.d. AA Visiting School, í samvinnu Architectural Association í London og Listaháskólans. Hann hefur einnig verið aðstoðarkennari og samkennt námskeið við Columbia háskóla og City College (CUNY) í New York. Hann hefur kennt námskeið við Endurmenntun Háskóla Íslands og hefur sinnt kennslu bæði við Listaháskóla Íslands og við Háskóla Íslands. Óskar stjórnaði verkstæði hjá Diller Scofidio + Renfro frá 2009 til 2012, þar sem hann smíðaði líkön og stýrði uppsetningu sýninga m.a. hjá MOMA, SFMOMA og MAXXI. Á árunum 2007-2009 vann hann hjá Situ Studio í New York. Hann vann einnig hjá PK Arkitektum í Reykjavík 2013. Hann hefur hlotið fjölda rannsókna/náms- og námsdvalastyrkja úr íslenskum, bandarískum og dönskum sjóðum, þar á meðal frá Truman Library Research Institute Research Grant, Buell Center for American Architecture Fellowshis og styrktarsjóði Leifs Eiríkssonar. Hann hefur einnig hlotið styrki og viðurkenningar fyrir árangur í námi við bandaríska háskóla. Hann hefur setið í orðanefnd Arkitektafélagsins frá árinu 2018. Á árinu 2020-2021 fór hann fyrir íslenskri sendinefnd Mies van der Rohe verðlaunanna. Hann hefur birt greinar meðal annars í tímaritinu Sögu, fræðiritinu Press og Avery Reviewbæði á vegum Columbia háskóla. 
 
Sahar Ghaderi hefur verið ráðin dósent í arkitektúr 
Sahar lauk doktorsprófi í arkitektúr 2014 frá Université Denis Didérot (Paris VII) og École Nationale Supérieure d ́Architecture, París. Auk þess er hún með tvö meistarapróf, í arkitektúr og arkitektúrfræðum og tvö BA próf í arkitektúr frá háskólum í París og Teheran. Undanfarinn áratug hefur hún starfað ásamt Karli Kvaran undir merkjum SP(R)INT STUDIO og unnið verkefni á Íslandi, í Frakklandi og Íran. Þá hefur hún einnig unnið hjá Yrki arkitektum á Íslandi (2018-2020), HIDALOU stofunni í Íran og hjá Atelier Marniquet Associés og Atelier Marie Schweitzer í Frakklandi. Verkefni Sahar eru af margvíslegum toga og ber þar helst að nefna tillögu að hönnun Stjórnarráðsreits sem hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegri hönnunarsamkeppni árið 2019, sem og tillögu í hönnunarsamkeppni um Stöng í Þjórsárdal sem hlaut einnig fyrstu verðlaun 2012. Þá hlaut tillaga SP(R)INT STUDIO þriðju verðlaun í samkeppni um hönnun Borgarlínu árið 2020. Af öðrum verkefnum má geta hönnunar Gas og jarðgerðarstöðvar Sorpu Álfsnesi (2019-2020 með Yrki arkitektum og Batteríið arkitektum) og hönnun Helgafellsskóla í Mosfellsbæ (2018-2019 með Yrki arkitektum).  
 
 
Hönnunardeild, grafísk hönnun 
 
Adam Flint Taylor hefur verið ráðinn lektor í grafískri hönnun. 
Adam lauk BA og síðan MFA í hönnun 2019 frá Kaliforníuháskólanum í Davis og réðist beint til starfa sem lektor í grafískri hönnun við Southern Utah University í Cedar City. Undanfarið ár hefur hann unnið á Íslandi sem hönnuður fyrir Höfuðstöðina í samstarfi við myndlistakonuna Hrafnhildi Arnardóttur, a.k.a. Shoplifter. Á árunum 2011 til 2017, frá því hann lauk grunnnámi í hönnun og þar til hann hóf meistaranám, starfaði hann sem hönnuður á nokkrum listasöfnum, m.a. á Crocker Art Museum í Sacramento í Kaliforníu og Jan Shrem and Maria Manetti Shrem Museum of Art við Kaliforníuháskólann í Davis. Þá hefur hann unnið verkefni sjálfstætt fyrir ýmsa verkkaupa, þ.á.m. mörkun fyrir Pauite indíánaþjóðina í Utah, merki fyrir California Association of Museums og grafík fyrir Fair Vote grasrótarsamtökin í Washingtonfylki. Hann hlaut Fulbright styrk til dvalar við Stofnun Árna Magnússonar á þessu ári. 

 

Birna Geirfinnsdóttir hefur verið ráðin prófessr í grafískri hönnun. 
Birna lauk BA prófi í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands 2006 og MA prófi í bókahönnun frá háskólanum í Reading 2010. Birna hefur gegnt stöðu dósents í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands síðan 2020, þar áður stöðu lektors og fagstjóra frá 2013, en var þar á undan stundakennari frá 2006. Birna hefur rekið eigin hönnunarstofu, Studio Studio, ásamt Arnari Frey Guðmundssyni síðan 2014, en stofan leggur áherslu á bókahönnun, typografíu, merkingar og heildarútlit fyrir fyrirtæki. Á árunum 2010 til 2011 var hún í starfsnámi hjá Fraser Muggeridge Studio í London og vann í framhaldi af því að verkefnum fyrir stúdíóið, en þar áður starfaði hún á Vinnustofu Atla Hilmarssonar. Á meðal helstu verkefna umsækjanda á sviði bókahönnunar má nefna Laugavegurinn (Angústúra, 2021), Kristín Þorkelsdóttir (Angústúra, 2021), Íslensk sjónabók(Heimilisiðnaðarfélag Íslands, 2010), Af jörðu (Crymogea, 2013), Passíusálmarnir (Crymogea, 2015), Untitled – Ólafur Lárusson (Nýlistasafnið, 2017) og Ragna Róbertsdóttir Works 1984-2017 (DISTANZ, 2017). Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m.a. FÍT verðlaun fyrir bókahönnun og bókakápu og tilnefningu til belgísku tónlistarverðlaunanna í flokki plötuumslaga. Þá hefur hún hlotið fjölda styrkja, m.a. frá Hönnunarsjóði, Miðstöð íslenskra bókmennta, Menningarsjóði Seðlabankans, Hönnununarsjóði Auroru og Útgáfusjóði Listaháskólans. 
 
 
Myndlistardeild 
 
Páll Haukur Björnsson hefur verið ráðin lektor og fagstjóri BA í myndlist 
Páll Haukur lauk BA námi frá Listaháskóla Íslands 2008 og MFA frá California Institute of the Arts 2013. Páll Haukur hefur töluverða kennslureynslu við LHÍ, bæði sem stundakennari og kennari og fagstjóri í afleysingum á síðustu árum. Þá hefur hann reynslu sem aðstoðarkennari á árunum 2012-2013 við California Institute of the Arts. Páll Haukur hefur verið mjög virkur í sýningarhaldi síðan hann lauk námi frá Listaháskóla Íslands árið 2008. Hann hefur haldið átta einkasýningar á Íslandi; í Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu og BERG Contemporary, og tekið þátt í þrettán samsýningum á Íslandi, Rússlandi, Finnlandi og í Bandaríkjunum. Hann var ritstjóri tímaritsins NonSensical á árunum 2013-2021 og var sýningarstjóri Sequences listahátíðarinnar árið 2011. Hann hefur setið í ýmsum ráðum og stjórnum síðan 2009. Páll Haukur hefur hlotið listamannalaun fimm sinnum og hlotið fjölda styrkja úr Myndlistarsjóði og styrki til náms í Bandaríkjunum. 
 
Sirra Sigrún Sigurðardóttir hefur verið ráðin dósent og fagstjóri BA í myndlist 
Sirra Sigrún lauk BA námi frá Listaháskóla Íslands árið 2001 og MA í Art Practice frá School of Visual Arts í New York árið 2013. Sirra Sigrún hefur gegnt afleysingastöðu fagstjóra og kennara á BA stigi í myndlist á síðustu árum. Þá var hún stundakennari við skólann á árunum 2009-2019. Hún hefur haldið fjöldaeinkasýninga frá árinu 2002, á Íslandi, í Grikklandi og í Bandaríkjunum. Má þar helst nefna sýningar í Listasafni Reykjavíkur - Ásmundarsafni, BERG Contemporary, Hafnarborg, Nýlistasafninu og Kling & Bang. Eins hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Hún hefur níu sinnum hlotið starfslaun listamanna og fimm önnur verðlaun og styrki, auk þess að eiga fimm vinnustofudvalir að baki. Verk hennar eru í eigu allra helstu opinberra safna hér á landi. Hún hefur verið mjög virk á sviði myndlistar og er frumkvöðull á stofnun listamannarekinna sýningarrýma. 
 
Svið arkitektúrs, hönnunar og myndlistar mun einnig njóta krafta og liðsinnis eftirfarandi sérfræðinga, sem koma inn í tímabundnar afleysingar næsta vetur:  
Anna Diljá Sigurðardóttir verður aðjúnkt í vöruhönnun á haustönn. 
Elín Margot Ármannsdóttir verður fagstjóri í vöruhönnun,  
Johanna Seelemann verður fagstjóri í meistaranáminu í hönnun á vorönn, 
Unnar Örn Jónasson Auðarson verður fagstjóri í meistaranáminu í myndlist, 
Þórunn María Jónsdóttir verður fagstjóri í fatahönnun. 
Öll hafa þau sinnt stundakennslu við skólann síðustu ár og eru starfandi listamenn og hönnuðir.