FÍT verðlaunin 2022 fóru fram föstudaginn 1. apríl síðastliðinn.

Birna Geirfinnsdóttir, dósent í grafískri hönnun hlaut tvenn gullverðlaun fyrir verkefni unnin á vegum hönnunarteymisins StudioStudio, sem þau Arnar Freyr Guðmundsson, en Arnar Freyr hefur einmitt verið stundakennari við skólann. Verðlaunin hlutu þau annars vegar fyrir hönnun á bókakápu skáldsögunnar „Sextíu kíló af kjaftshöggum“ eftir Hallgrím Helgason, en hins vegar fyrir bókahönnun á bókinni „Deiglumór: Keramik úr íslenskum leir 1930 - 1970“.

Hólmfríður Benediktsdóttir, nemandi á 3. ári í grafískri hönnun við LHÍ, hlaut tvenn gullverðlaun í nemendaflokki. Verðlaunin hlaut hún fyrir ritin Gljúfrastein og Mysterious.

Elín Elísabet Einarsdóttir, myndlistarnemi við LHÍ, hlaut silfur verðlaun í flokknum „Myndlýsingaröð“ fyrir „The environment works when everything works“ sem hún hannaði fyrir Jarðgerðarfélagið.

Elín Edda Þorsteinsdóttir, hollnemi LHÍ úr grafískri hönnun, hlaut tvenn verðlaun. Silfur verðlaun fékk hún í flokknum „Myndlýsingar fyrir auglýsingar og herferðir“, fyrir Nike herferðina „HO21 Nike ACG Campaign“ og önnur silfur verðlaun fékk hún fyrir hönnun á plötuumslagi fyrir plötu Tuma Árnasonar, Hlýnun.

Júlí Runólfsdóttir, hollnemi LHÍ úr grafískri hönnun, hlaut silfur verðlaun. Bæði verðlaunin hlaut hún í tengslum við bókina „Brim Hvít Sýn“ eftir Jónu Hlíf Halldórsdóttur. Önnur verðlaunin fyrir hönnun á bókakápu og hin fyrir bókahönnun.

Gréta Þorkelsdóttir, hollnemi LHÍ úr grafískri hönnun, og Guðmundur Ingi Úlfarsson, stundakennari við LHÍ, hlutu silfur verðlaun í flokki bókahönnunar fyrir bókina „Hér er LungA, um LungA, frá LungA, til LungA“.

Guðmundur Ingi hlaut einnig silfur verðlaun í flokknum „Menningar- og viðburðamörkun“ fyrir hönnun gerða fyrir sýninguna Iðavöllur: Íslensk myndlist á 21. öld, sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur.

Viktor Weisshappel, hollnemi LHÍ úr grafískri hönnun, hlaut fimm verðlaun. Gull verðlaun hlaut hann í flokki veggspjalda fyrir veggsjald hljómsveitarinnar Skrattar. Gull verðlaun hlaut hann í flokknum „Umbúðir og pakkningar“ fyrir umbúðir Karnataka Pepper og silfur verðlaun í samaflokki fyrir umbúðir fyrir vörur GoodGood. Í flokknum „Geisladiskar og plötur“ hreppti Viktor gull verðlaun fyrir hönnun á plötuumslagi plötunnar Hellraiser IV með hljómsveitinni Skrattar. Að lokum hlaut hann í sama flokki silfur verðlaun fyrir hönnun á plötuumslagi plötu Birnis, Bushido.

Helga Dögg Ólafsdóttir, hollnemi og stundakennari við LHÍ, vann til silfur verðlauna í flokki bókahönnunar fyrir tímaritið Dumce II.

Atli Þór Árnason og Hörður Lárusson stundakennarar hjá LHÍ unnu til fjögurra verðlauna ásamt kollegum hjá Kolofon. Gull verðlaun í flokki myndlýsingaraða, fyrir hönnun fyrir Borgarlínu, hannaða fyrir Verkefnastofu Borgarlínu. Gull verðlaun hlautu þeir í flokknum „Menningar- og viðburðamörkun“ fyrir bókina Sun is God, fyrir ARoS Museum og Strandberg Publishing. Tvenn gullverðlaun hlutu þeir, ásamt Antoni Jónasi Illugasyni, Helenu Rut Sveinsdóttur og Simoni Viðarssyni hollnemum LHÍ, sem einnig starfa hjá Kolofon. Önnur í flokki upplýsingahönnunar fyrir verkefnið Vegrún, fyrir Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið og hin í flokki vefsíða fyrir vefsíðu Borgarlínu.

Listaháskólinn óskar starfsfólki, nemum og hollnemum til hamingju með frábæran árangur!