Listaháskóli Íslands óskar Dísellu Lárusdóttur hjartanlega til hamingju með Grammy verðlaunin og tilnefninguna fyrir Óperuna Akhnaten eftir Philip Glass. 

Dísella tók á móti verðlaununum ásamt félögum sínum, f.h. aðstandenda uppfærslunnar en tilnefningin náði til: Karen Kamensek, stjórnanda; söngvaranna J’Nai Bridges, Anthony Roth Costanzo, Zachary James og Dísellu Lárusdóttur; David Frost, framleiðanda og kórs og hljómsveitar Metropolitan óperunnar.

b92697_a887e695a97c48cd966154a94138281c_mv2.png

 

Dísella hóf störf hjá tónlistardeild LHÍ haustið 2021 og hafa nemendur á söngbraut notið leiðsagnar þessarar frábæru söngkonu.

Myndir teknar af vef Grammy verðlaunanna.