Hjartasár

Það er fátt verra í heiminum en að vera ekki elskaður, nema kannski stóru vandamálin. Við erum þó ekki hér til að tala um þau enda er það varla hægt ef maður er ekki elskaður. Ef enginn elskar mann þá er efst í forgangsröðinni að láta einhvern elska sig. Það er ofar öllu öðru, meðvitað og ómeðvitað. Hvað ert þú tilbúin/n að gera til þess að vera elskuð/elskaður? Til að bjarga hjónabandinu, sambandinu eða hugmyndinni um að einhver mögulega geti elskað þig? 

Aðstandendur //

Leikarar/meðhöfundar: Fannar Arnarsson, Guðrún Kara Ingudóttir, Nikulás Hansen Daðason, Ísak Emanúel Glad Róbertsson

Aðstoðarleikstjóri/meðhöfundur: Tómas Arnar Þorláksson

Tónskáld: Friðrik Margrétar- Guðmundsson

Dramatúrg: Ísak Hinriksson

Búningar: Una Torfadóttir

Leikmynd: Katrín Guðbjartsdóttir

Ljós: Egill Andrason

Leiðbeinendur lokaverkefna //

Karl Ágúst Þorbergsson 

Anna María Tómasdóttir

Saga Sigurðardóttir

Tryggvi Gunnarsson

Þakkir //

Annalísa Hermannsdóttir, Brynhildur Karlsdóttir, Egill Ingibergsson, Elín Sif Halldórsdóttir, Jónas Alfreð Birkisson, Una Torfadóttir, Urður Bergsdóttir, Mamma og pabbi og allir. Bekkurinn <3

Ágrip //

Katrín er sviðslistakona sem hefur sett sinn helsta fókus á samsköpun og leikstjórn undanfarin misseri þar sem hún nýtir sér spuna ofan á ákveðnar hugmyndir. Hún leggur áherslu á að rannsaka einstaklinginn og hegðun hans innan samfélagsins. Óreiða hversdagsleikans, gott grín og óhefluð framkoma eru áberandi í hennar listsköpun.