Listaháskóli Íslands óskar eftir að ráða í starf tækni- og þjónustufulltrúa í kvikmyndadeild.  

Leitað er eftir þjónustulunduðum og jákvæðum einstaklingi með mjög góða þekkingu á búnaði og forritum til kvikmyndagerðar og góða almenna tæknikunnáttu. Um fullt starf er að ræða. 

Starfið fer að mestu leyti fram í húsnæði LHÍ í Borgartúni þar sem kvikmyndadeild verður starfrækt en felur jafnframt í sér þátttöku í verkefnum sem unnin eru þvert á skólann.  

Helstu verkefni:  
  • Umsjón, uppsetning og viðhald á tækjum og búnaði  
  • Tækniaðstoð og kennsla 
  • Umsjón með tækjaleigu  
  • Aðstoð við úrvinnslu verkefna  
  • Umsjón með aðstöðu kvikmyndadeildar   
  • Aðstoð við nemendur, starfsfólk og gesti  
Menntun, reynsla, hæfni  
  • Menntun sem nýtist í starfi  
  • Mjög góð þekking á búnaði til kvikmyndagerðar  
  • Mjög góð þekking á stafrænni eftirvinnslu kvikmynda 
  • Mjög góð þekking á hugbúnaði til klippingar og litaleiðréttingar, sérstaklega Adobe Premiere og DaVinci Resolve 
  • Mjög góð þekking á stjórnun og geymslu gagna við kvikmynda- og myndbandsgerð 
  • Góð almenn tæknikunnátta 
  • Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund  
  • Sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfileikar  
  • Gott verkvit  
Ráðið er í starfið frá 1. júní 2022.  
Umsóknarfrestur er 10. apríl. Tekið er á móti umsóknum hér á ráðningarvefnum Alfred.is.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Steven Meyers, stevenm [at] lhi.is, deildarforseti kvikmyndadeildar og Þóra Einarsdóttir, thora [at] lhi.is, sviðsforseti kvikmyndalistar, sviðslista og tónlistar.  

Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Skólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Sjá nánar um starfsemi Listaháskóla Íslands á lhi.is.  

Upplýsingar veita Steven Meyers forseti kvikmyndadeildar, stevenm [at] lhi.is, og Þóra Einarsdóttir, sviðsforseti kvikmyndalistar, sviðslista og tónlistar, thora [at] lhi.is.

Umsóknum skal skilað hér á ráðningarvefnum Alfred.is

Umsóknarfrestur er 10. apríl 2022

Siðareglur