Tónlistardeild fær nemendur og kennara úr Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi í heimsókn dagana 4.- 6. apríl. Heimsóknin er partur af „Crossing Keyboards“ samstarfsverkefninu sem píanódeild LHÍ hefur verið þátttakandi í frá árinu 2018 og munu nemendurnir halda opna tónleika í Dynjanda 4. apríl kl 19. 
 
Mánudagur 4. apríl kl. 19
Tónleikar nemenda Kungl. Musikhögskolan, Stockholm -  í Dynjanda , Skipholti 31.
 
Fram koma:
Gunvor Matilda Andersson
Hanna Lidström
Eliot Nordqvist
Albert Dahllöf
 
4.-5. apríl
Píanómasterklassar með kennurum KMH í Dynjanda og Flyglasal LHÍ.
Stefan Bojsten - Anders Kilström - Johan Fröst
 
Um Crossing Keyboards
Crossing Keyboards er samstarfsverkefni tónlistarháskóla á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum. Verkefninu er ætlað að efla samstarf og faglegt tengslanet á milli landa og skóla þar sem kennarar og nemendur hafa færi á að skiptast á hugmyndum og sækja sér innblástur. Í samstarfinu felst meðal annars að nemendur og prófessorar skólanna heimsækja hvern annan og halda þar masterklassa og tónleika. Verkefnið er stutt af Nordplus.
 
crossing_keyboards_-_stockholm.png