Intelligent Instruments Lab (INTENT), ný rannsóknarstofa sem þróar gervigreind í hljóðfærum, auglýsir doktorsstöðu lausa til umsóknar.

 

Intelligent Instruments Lab er rannsóknarstofa sem vinnur að 5 ára verkefni styrktu af Rannsóknarráði Evrópusambandsins (ERC). Verkefnið er margþætt, en auk þess að þróa ný hljóðfæri, þá er rannsakað hvernig gervigreind verður partur af daglegum veruleika okkar, t.d. í gegnum hljóðfæri og tónlistarsköpun. Að verkefninu vinna tónlistarfólk, forritarar, hljóðfærasmiðir og rannsakendur.
INTENT leitar nú að nýjum starfsmanni í hópinn og auglýsir doktorsstöðu lausa til umsóknar.
 
 
Nánari upplýsingar um stöðuna og umsóknarferlið má finna hér - https://www.lhi.is/intent-doktorsstada-laus-til-umsoknar
 
lc_sc_2012_stevewelburn_2.jpeg