Píanóverk Skrjabín hljóma í LHÍ og í MÍT

Nemendur LHÍ og MÍT standa dagana 18. og 20. mars 2022 fyrir tvennum tónleikum þar sem píanóverk rússneska tónskáldsins Alexander Skrjabín fá að hljóma. Tónleikarnir eru liður í samstarfi LHÍ og MÍT en undanfarin ár hafa píanónemendur skólanna haldið sameiginlega tónleika tileinkaða helstu tónskáldum píanótónbókmenntanna. Þar má tónskáld á borð við Rameau, Grieg, Debussy, Bartók og Prokofjev.
 
Fram koma: Alexander Viðar, Ásta Dóra Finnsdóttir, Björn Helgi Björnsson, Erna Vala Arnardóttir, Halldór Gylfason, Hekla Björnsdóttir, Helena Rós Jónsdóttir, Hjalti Þór Davíðsson, Hróbjartur Böðvarsson, Inga Margrét Bragadóttir, Jakob Arnar Baldursson, Klara Margrét Ívarsdóttir, Magnús Stephensen, Óskar Atli Kristinsson, Pétur Ernir Svavarsson, Ríta Björk Lövdahl, Sigríður Rakel Gunnarsdóttir, Steinar Ari Kristmundsson, Þórdís Árnadóttir, Þórhildur Hólmgeirsdóttir, Þuríður Helga Ingadóttir
 
Tónleikarnir verða :
Föstudaginn 18. mars 2022  kl. 19:00 í Sal MÍT, Skipholti 33
Sunnudaginn 20. mars 2022 kl. 14:00 í Dynjanda, Sal LHÍ, Skipholti 31
 
Allir velkomnir!
 
anton-arensky.jpeg