Crossing Keyboards – Riga
Dagana 2. til 4. mars 2022 heimsækja kennarar og nemendur frá Jazeps Vitols Latvian Academy of Music í Riga tónlistardeildina en heimsóknin er partur af samstarfsverkefninu „Crossing Keyboards“ sem píanódeild LHÍ hefur verið þátttakandi í frá árinu 2018. Nemendur JVLMA halda tónleika í Dynjanda, nýjum tónleikasal tónlistardeildar, miðvikudaginn 2. mars kl 18:00 ásamt því að þeir  Prof. Juris Kalnciems og Asoc. Prof. Toms Ostrovskis leiðbeina píanónemendum LHÍ á opnum masterklössum dagana 2. - 3. mars.
 
Miðvikudagur 2. mars kl. 18:00
Píanótónleikar nemenda JVLMA
í Dynjanda, Sal LHÍ, Skipholti 31
 
Flytjendur:
Jeļizaveta Gridjuško
Sofja Gridjuško
Anna Ivanova
Sofija Zaiceva
 
2. - 4. mars
Píanómasterklassar í Dynjanda og Flyglasal LHÍ.
 
Prof. Juris Kalnciems og Asoc. Prof. Toms Ostrovskis
leiðbeina píanónemendum LHÍ.
 
Um Crossing Keyboards
Crossing Keyboards er samstarfsverkefni tónlistarháskóla á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum. Verkefninu er ætlað að efla samstarf og faglegt tengslanet á milli landa og skóla þar sem kennarar og nemendur hafa færi á að skiptast á hugmyndum og sækja sér innblástur. Í samstarfinu felst meðal annars að nemendur og prófessorar skólanna heimsækja hvern annan og halda þar masterklassa og tónleika. Verkefnið er stutt af Nordplus.
 
crossing_keyboards_-_riga_.jpg