Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, tók síðastliðinn föstudag, við hljóðfærinu Halldorophone, fyrir hönd skólans. Hljóðfærið kemur úr smíðum Halldórs Arnars Úlfarssonar, myndlistarmanns og hönnuðar, og hefur verið í þróun í rúman áratug.

Um ræðir raf-akústískt, strengjahljóðfæri sem ætlað er að vinna með enduróm (e. “feedback”) framkallaðan á strengina. Dórófónninn hefur vakið nokkurn áhuga tónlistarfólks og hefur verið nýttur í sýnilegum tónlistarverkefnum undanfarin ár, en þar ber vafalaust hæst margverðlaunuð tónlist Hildar Guðnadóttur í kvikmyndinni Joker.

dorofonn_1.jpeg

 

Gjöfin er styrkt af Hönnunarsjóði og voru viðstaddar báðar Halla Helgadótti þáverandi formaður og Birna Bragadóttir núverandi formaður sjóðsins.

Listaháskólinn kemst þar með í hóp örfárra skóla í heiminum sem eiga slíkan grip enn sem komið er, og þar skapst einstakt tækifæri til sérhæfingar þar sem hljóðfærið er það eina sinnar tegundar.

Sigurður Halldórsson sellóleikari lék á dórófóninn við mikla lukku viðstaddra.

afhending_dorofonsins_2.jpg

 

Hljóðfærið sjálft hefur margföldunaráhrif þegar kemur að þverfagleika, því hér mætast hönnun og tónlist sem elur af sér frjótt samtal sem skilar okkur fleiri nýjum hugmyndum og samvinnuverkefnum. Okkur þykir mikið til þess koma að hljóðfærið fari með rödd Jókersins og túlki þannig líðan hans í kvikmyndinni. Þarna er eitt dæmi um tækifæri til samstarfs milli tónlistar, sviðlista og kvikmyndagerðar, en Listaháskólinn fer einmitt af stað með nýtt háskólanám í kvikmyndagerð næsta haust.