Uppfært 3.01.2022
 
Vegna fjölda smita og sóttvarnaraðgerða til að spyrna við Covid19 hefur sú ákvörðun verið tekin að fella niður fyrirhugaðan útskriftarviðburð nemenda í listkennsludeild LHÍ, sem átti að fara fram 8. janúar næstkomandi.
Útskriftarnemar sem áttu að kynna verkefni sín núna á laugardaginn taka þátt í útskriftarviðburði vorannar sem stefnt er að halda laugardaginn 13. maí. 
 
Deildinni þykir þetta ákaflega miður en í ljósi aðstæðna eru þetta nauðsynlegar aðgerðir.
 

LAUGARDAGUR 8. JANÚAR
Borgarbókasafnið / Menningarhús Gerðubergi

 
Meistaranemar og verðandi kennarar frá listkennsludeild LHÍ kynna lokaverkefni sín á útskriftarviðburði sem samanstendur af fjölbreyttum erindum og smiðju.
 
Viðburðurinn er hluti af útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands.
 
Dagskrá er öllum opin, sjá dagskrá hér.
 

Listasmiðjur í gerð miniatúra og handbrúða

 
Kl. 14-15
Í þessum smiðjum læra þátttakendur að búa til handbrúður eða miniatúra úr álpappír og pappamassa sem þeir síðan mála með akríllitum. Miniatúrana eða handbrúðurnar verður síðan hægt að nota sem persónur í hreyfimynd eða stop motion. Unnið verður með fjölbreyttar aðferðir og efni.
 
Verkefnið er hugsað fyrir börn á öllum aldri og byggist á grundvallaratriðum sjónlista þar sem unnið er með tvívítt og þrívítt form, liti, áferð, ljós og skugga. Auk þess kynnast nemendur appinu Stop Motion Studio.
 
 
Umsjónarmaður er Brynhildur Kristinsdóttir, útskriftarnemi í listkennsludeild LHÍ.