Miðvikudaginn 1. desember heldur Daníel Þorsteinsson, meistaranemi í tónsmíðum, útskriftartónleika sína frá tónlistardeild LHÍ. Tónleikarnir fara fram í Kaldalónssal Hörpu og hefjast klukkan 20.

Gestir á tónleikana þurfa að framvísa neikvæðu hraðprófi við inngang

 
Um Daníel og útskriftarverkið
Eftir tónlistarnám í Neskaupstað og Reykjavík fluttist Daníel til Hollands og árið 1993 lauk hann prófi í píanóleik og kennslufræðum frá Sweelinck tónlistarháskólanum í Amsterdam. Hann býr nú í Eyjafjarðarsveit, hefur starfað við hljóðfæraleik, kennslu, kór- og hljómsveitarstjórn, auk tónsmíða, undanfarna áratugi og m.a. verið meðlimur í Caput hópnum frá upphafi.

Haustið 2019 færði Daníel sig tímabundið til Reykjavíkur og hóf meistaranám í tónsmíðum við Listaháskólann. Á tónleikunum 1. desember flytur Caput hópurinn undir stjórn Guðna Franzsonar verkið Ex Anima Mea, Úr sálu minni, og er það lokaverkefni Daníels frá skólanum. Hann hefur unnið að verkinu síðastliðið ár undir handleiðslu Huga Guðmundssonar tónskálds, er það skrifað fyrir 14 hljóðfæraleikara og tekur um 20 mínútur í flutningi.

 

hhdaniel-28.jpeg