Á fyrirlestri verður flutt dagskráin Raddir í Loftinu. John Speight samdi söngflokkinn Gættu þín á sofandi vatni fyrir Sigríði Ósk við valin ljóð úr ljóðaflokknum Raddir í loftinu eftir Sigurð Pálsson. Dagskrán er spunnin í kringum þennan söngflokk og úr varð frönsk-íslensk dagskrá í bland við gyðingasöngva. Í fyrirlestri verður rætt um hvernig dagskráin varð til og hvernig tónverkin tengjast saman ásamt því að ræða aðeins um tónskáldin og þeirra tón eða sérkenni.  Ásamti söngflokki John Speight eru söngvar eftir Reynaldo Hahn og Maurice Ravel.
 
Sigríður Ósk og Edda komu nýverið fram í Tíbrá tónleikaröðinni, einnig á tónleikum í París og hjá Kammermúsíkklúbbnum með franska dagskrá. Tónleikarnir voru fluttir á Rás 1. Sigríður Ósk var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir söng á þessum tónleikum.
 
Sigríður Ósk: lauk söng- og píanókennaranámi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og óperudeild og meistaranámi frá Royal College of Music í London.  Sigríður Ósk syngur reglulega í óperum, óratoíum og á ljóðatónleikum hérlendis og erlendis. Hún hefur m.a. sungið með English National Opera, Glyndebourne Opera og Íslensku óperunni. Hún hefur fjórum sinnum verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Sigríður Ósk kennir söng við Sönskóla Sigurðar Demetz.
saga_sig_svarthvit.jpg
 

 

Edda Erlendsdóttir: stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan bæði einleikaraprófi og píanókennaraprófi. Hún stundaði síðan framhaldsnám við Tónlistarháskólann í París og lauk þaðan prófi 1978. Edda á glæsilegan feril að baki. Hún kemur reglulega fram sem einleikari og með kammerhópum hérlendis og erlendis, hún hefur gert fjölmargar hljóðritanir og hefur m.a. hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin. Edda kennir píanóleik við Listaháskóla Íslands.
 
edda.print-1.jpg