Tónlistarnám á Íslandi: hvar erum við stödd, hvert viljum við stefna? 

Föstudaginn 12. Nóvember fer fram föstudagsfyrirlestur í tónlistardeild LHÍ. Fyrirlesari að þessu sinni verður Elín Anna Ísaksdóttir, fagstjóri klassískrar hljóðfærakennslu.
Í erindinu horfir Elín til tónlistarskólakerfisins á Íslandi og tengslum þess við tónlistarnám á háskólastiginu. Hún velti því fyrir sér hvernig við sjáum nám á þessum skólastigum þróast, hvernig umræðan er í nálægum löndum og hverjar áskoranirnar eru, hvar tækifærin liggja. 
 
Um Elínu Önnu
Elín Anna Ísaksdóttir er menntaður píanóleikari en hún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Hún lauk MA prófi í kennslufræðum frá listkennsludeild Listaháskólans, diplómanámi í kennslufræði háskóla frá menntavísindasviði Háskóla Íslands og  leggur nú stund á diplómanám í menntastjórnun við þann skóla. 
 
Elín Anna á að baki langan kennsluferil á sviði píanókennslu auk ýmissa trúnaðarstarfa og starfar nú sem fagstjóri klassískrar hljóðfærakennslu við tónlistardeild LHÍ. 
screenshot_2021-09-28_at_10.56.38.png