Ungir einleikarar 2022 - 13. janúar í Eldborgarsal Hörpu

 
Samkeppni ungra einleikara var haldin í vikunni 18-22. október síðastliðinn og er það í nítjánda sinn sem að keppnin fer fram. Keppnin er samstarfsverkefni LHÍ og Sinfóníuhljómsveitar Íslands en sigurvegarar keppninnar fá tækifæri til þess að flytja einleik á Eldborgarsviði Hörpu ásamt sinfóníuhljómsveitinni.
 
Að þessu sinni tóku 8 flytjendur þátt í lokaumferð keppninnar og var dómnefnd skipuð þeim Önnu-Marie Helsing, hljómsveitarstjóra, Árna Heimi Ingólfssyni, tónlistarfræðingi og píanóleikara, Dísellu Lárusdóttur, söngkonu, Joe Ognibene, hornleikara og Gretu Salóme Stefánsdóttur fiðluleikara. Nefndin átti úr vöndu að ráða, en komust þó að þeirri niðurstöðu að eftirfarandi flytjendur ættu erindi upp á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í janúar næstkomandi:
 
  • -Birkir Örn Hafsteinsson, klarínettuleikari
  • -Ingibjörg Ragnheiður Linnet, trompetleikari
  • -Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, söngkona
  • -Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, söngkona 
Við óskum einleikurunum fjórum innilega til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis í undirbúningnum fyrir tónleikana sem fara fram 13. janúar 2022.