Menntakvika Háskóla Íslands leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntun varða. Ráðstefnan fer fram í október ár hvert og þar eru kynntar rannsóknir um það sem efst er á baugi í menntavísindum hér á landi. Ráðstefnan er öllum opin og þátttakendum að kostnaðarlausu.
 
 
Þrír akademískir starfsmenn listkennsludeildar taka þátt í málstofum á ráðstefnunni í ár.
 
Ingimar Ólafsson Waage, fagstjóri
Háskólar: Námsmat. Kl. 10:10-11:40
Reynsla af innleiðingu „Staðið / Fallið“ námsmatskerfis í Listaháskóla Íslands“.
 
Gunndís Ýr Finnbogadóttir, fagstjóri
Listir. Kl. 13:40-15:10
Hreyfanleiki líkamans: Um göngur í listum, námi og rannsóknum
 
Kristín Valsdóttir, forseti listkennsludeildar 
Lærdómssamfélag. Kl. 13:40-15:10
Lærdómssamfélag í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar