STEYPA
Verksmiðjan á Hjalteyri

img_2112.jpeg
Mynd: Anna Líndal

Undanfarin fimm ár, hafa meistaranemar í myndlist tekið þátt í námskeiði sem er samvinnuverkefni Verksmiðjunnar á Hjalteyri og Listaháskóla Íslands. Að þessu sinni var Anna Líndal, gestakennari og fyrrverandi prófessor, umsjónarmaður námskeiðsins en Bjarki Bragason og Bryndís Snæbjörnsdóttir sáu um kennslu námskeiðsins.  Dagana 26.september til 2.október fóru umræddir meistaranemar í myndlist, ásamt meistaranemum í sýningargerð, í vettvangsferð á Hjalteyri þar sem nærumhverfi staðarins var rannsakað. Hópurinn fór í vettvangsferðir í nærliggjandi söfn og sýningarrými og unnu með rými og samhengi Verksmiðjunnar á Hjalteyri. Afrakstur nemenda var svo kynntur með uppsetningu sýningarinnar Steypa sem sett var upp í Verstæðinu. Eins og vænta má þá hefur vinna með jafn stórbrotið rými og umhverfi og hér um ræðir sterk áhrif á listsköpun nemenda bæði efnislega og hugmyndalega. Þessa gætir í þeim verkum sem orðið hafa til í tengslum við þessa sýningu og einnig í verkum þeirra almennt út námið. Það sem gerist þegar samhengi og tiltekinn staður eru tengdir á þennan hátt er að það á sér stað ákveðin útvíkkun á inntaki verksins. Umhverfið eða samhengið hefur áhrif á það sem lesa má í verkinu sjálfu. Sýningin var styrkt af Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Hörgársveit.

Nemendur sem tóku þátt í verkefninu eru þau;
Alexis Brancaz
Andreas Hopfgarten
Deepa Radhakrishna lyengar
Iona Poldervaart
Íris María Leifsdóttir
Kristín Einarsdóttir
Júlíanna Ósk Hafberg
Megan Auður
Sara Blöndal
Sarah Finkle
全思甜
Sunna Dagsdóttir
Thora Karlsdóttir
Victor Manceau