Skólasetning Listaháskólans haustið 2021 er mánudaginn 23. ágúst í húsi Listaháskólans við Laugarnesveg 91. 
Vegna aðstæðna í samfélaginu er nýnemum einungis boðið að vera viðstödd og má sjá dagskrána hér fyrir neðan. 
 
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor býður gesti velkomna og hollnemi Listaháskólans flytur hvatningu til nemenda.
Stoðþjónusta skólans verður jafnframt kynnt. 
 
Til að gæta sóttvarna verður nýnemum skipt í hópa á skólasetningu eftir námsbrautum. 
Vinsamlegast skoðið vel tímasetningar hér að neðan. 
Vegna sóttvarnarreglna er ekki leyfilegt að mæta með öðrum hóp en þeim sem nemandi tilheyrir. 
Hópaskiptingin er eftirfarandi: 
 
 
kl.09:30 
Bakkalárnám í tónlist  
kl.10:15 
Alþjóðlegar meistaranámsbrautir (Meistaranám í hönnun, arkitektúr, myndlist, sýningargerð, sviðslistum, tónsmíðum og NAIP) og samtímadans. (Þessi kynning er á ensku.)  
kl.11:00 
Bakkalárnám í sviðslistum og myndlist 
kl.11:45 
Bakkalárnám í hönnun og arkitektúr 
kl.12:30 
Meistaranám í listkennslu og meistaranám í söng- og hljóðfærakennslu 
 
Eftir kynningu í Laugarnesi verða nemendur boðnir velkomnir í sínum deildum:  
 
 
Bakkalárnám í tónlist  
10:30 – Skipholt 31 
MA sýningargerð og MA myndlist  
11:00 – Laugarnesvegur  
MA tónsmíðar og NAIP  
11:30 – Skipholt 31 
Meistaranám og bakkalárnám í sviðslistum 
12:30 – Laugarnesvegur 91 
Myndlist, bakkalárnám  
12:30 – Laugarnesvegur 91 
Meistaranám og bakkalárnám í arkitektúr  
13:00 – Þverholt 11 
Meistaranám í hönnun  
12:30 – Þverholt 11 
Bakkalárnám í hönnun  
13:00 – Þverholt 11 
Meistaranám í listkennslu og söng- og hljóðfærakennsla 
13:15 – Laugarnesvegur 91