Dagana 13. - 16. maí 2021 sýndu 2 árs nemar á sviðshöfundabraut sviðslistadeildar einstaklingsverkefni sín.

 
Í námskeiðinu unnu nemandur að einstaklingsverkefni undir handleiðslu leiðbeinenda og tók viðfangsefni og form verkefnisins mið af áhugasviði og áherslun nemanda innan sviðslista.
Lögð var áhersla á frumsköpun og frumkvæði nemenda, einstaklingsbundna sýn og nálgun. Nemendur byrjuðu að þróa áfram eigið höfundaverk, skilgreina eigin aðferðir og ferli sem og að staðsetja sig í samhengi við sviðslista senuna. Nemendur leiddu listrænt starf og nýttu til þess þá þekkingu sem þau hafa tileinkað sér í náminu til þessa. 
 
Leiðbeinendur: Karl Ágúst Þorbergsson, Pétur Ármannsson, Ólöf Ingólfsdóttir.
 
Upptökur af verkefnunum má finna hér:
 
Allir geta sofnað
Anna Róshildur B Böving
 
Lömb
Bjartur Örn Bachmann
 
Komin á leið
Björg Steinunn Gunnarsdóttir
 
Friðland hugans / #Selfish
Erna Kanema Mashinkila
 
Inga Steinunn Henningsdóttir
 
Sósjal
Katrín Guðbjartsdóttir
 
Dýrabær
Magnús Thorlacius
 
Óskað eftir Herbergisfélaga
Óðinn Ásbjarnarson