Hér fyrir neðan má finna upptöku frá fyrirlestri Hrefnu Sigurðardóttur sem fór fram 27. apríl síðastliðinn á Microsoft Teams.
 
Hrefna er sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður en hún fæst við prent, vef, vídeó og kennslu. Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2012 og með MFA frá Yale School of Art árið 2018. Hrefna hefur í gegnum árin tekið að sér verkefni fyrir stofnanir og fólk tengt útgáfu, tónlist, hönnun og myndlist bæði í Reykjavík og í New York.
 
Í dag er Hrefna staðsett í Reykjavík þar sem hún vinnur bæði að eigin verkefnum og fyrir aðra. Í fyrirlestri sínum „Einhverskonar ummerki” fer Hrefna yfir nokkur af nýlegum verkefnum og ræðir um það hvernig áhugasvið hennar snertir m.a. skrásetningu, miðla og þær takmarkanir sem þar kunna að liggja.
 
Verk hennar má sjá á hrefna-sigurdardottir.net.