Útskriftarnemendur leikarabrautar LHÍ takast á við nýtt og ögrandi samtímaleikverk, Krufning á sjálfsmorði, sem vakið hefur verðskuldaða athygli um allan heim.
 
posterar_allir_220x270_org-14-e1620318186383.jpg
 
Í ár er Listaháskóli Íslands í samstarfi við Þjóðleikhúsið og LA og verður verkið frumsýnt í Kassanum 30. maí 2021.
 
Við fylgjumst með þremur kynslóðum kvenna sem segja sögu sína samtímis á sviðinu. Hér glíma útskriftarnemar leikarabrautar LHÍ við áleitnar spurningar um dekkri hliðar sálarlífsins og hvernig áhrif áfalla og sorgar virðast geta varað mann fram af manni. Verkið er hárbeitt í umfjöllun sinni um þær áskoranir sem ungt fólk þarf að takast á við, en leiftrandi samtöl og gráglettið grín gera það um leið stórskemmtilegt.
 
 
„Það er ótrúlega gefandi að takast á við þetta krefjandi og mikilvæga leikrit með leikurum framtíðarinnar,“ segir Marta Nordal leikstjóri sýningarinnar og leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. 
 
 
Útskriftarnemendur 2021:
befunky-collage.png
 
Urður Bergsdóttir
Kristrún Kolbrúnardóttir
Almar Blær Sigurjónsson
Fannar Arnarsson
Örn Gauti Jóhannsson
Stefán Þór Þorgeirsson
​Björk Guðmundsdóttir
Níels Thibaud Girerd
Ellen Margrét Bæhrenz
 
Aðstandendur:
 
Leikstjórar: Marta Nordal & Anna María Tómasdóttir
Verkefnastjóri: Anna María Tómasdóttir
Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir
Tónskáld: Ísidór Jökull Bjarnason
Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson
Þýðing: Salka Guðmundsdóttir
Tæknimaður: Þóroddur Ingvarsson
Leikmyndasmíði: Egill Ingibergsson, Friðjón Ólafssson
Aðrir leikendur: Arnþrúður Karen Viktorsdóttir, Anna María Tryggvadóttir, Skúli kanína
 
Nánari upplýsingar um verkið, sýningatíma og miðabókanir má finna HÉR.