Útskriftarverkefni sviðshöfunda 2021
 
Útskriftarnemendur á sviðhöfundabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands frumsýna lokaverkefni sín dagana 09. til 20 júní. Verkefnin eru hluti af útskriftarhátíð LHÍ.  
 
Í ár útskrifast 8 nemendur af sviðshöfundabraut. Verkefni þeirra spanna vítt svið sviðslistanna og taka á fjölbreyttum málefnum, allt frá sjálfsævisögulegri leikritun og biðstöðu yfir afleiðingar ofbeldis og kúgunar og leitar að manni sem spilar á banjó. Öll eiga verkefnin það sameiginlegt að nálgast sviðslistamiðilinn á tilraunakenndan og gagnrýnin hátt með forvitni að vopni.  
 
Um sviðshöfundanámið 
Á sviðshöfundabraut er unnið með hlutverk sviðshöfundarins í sviðslistum þ.e. leikstjórans, leikskáldsins eða sviðslistamannsins. Megin áhersla er lögð á að nemendur þrói með sér listræna sýn og nálgun við miðilinn sem höfundar og verði að námi loknu sjálfstæðir skapandi sviðslistamenn.  
 
Í náminu, sem er jöfnum höndum fræðilegt og verklegt, er lögð áhersla á sviðslistir í sem víðustum skilningi og er námið hugsað sem vettvangur fyrir tilraunir og rannsóknir innan sviðslista. Námið snýst um sögu, eðli, hlutverk og mörk sviðslista, tungumál þeirra og snertifleti við aðrar listgreinar. 
 
Leiðbeinendur lokaverkefna:  
Karl Ágúst Þorbergsson  
Gréta Kristín Ómarsdóttir 
Hafliði Arngrímsson  
Hilmir Jensson 
Saga Sigurðardóttir 
 
ÚTSKRIFTARNEMENDUR 2021:
 
Annalísa Hermanssdóttir – Og svo er nótt
 
Brynhildur Sigurðardóttir - Keðjuverkun
 
Hákon Örn Helgason – Jesú er til, hann spilar á banjó 
 
Assa Borg Snævarr Þórðardóttir – Til æviloka 
 
Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir – KÁM-Þeir síðustu verða fyrstir 
 
Tumi Björnsson – Horfir þú á Glám? 
 
Monika Kiburyte – D.+ D. & Co.  Volume 1 
 
Hjalti Vigfússon –  Krókódílasótt 
 
 
Dagskrá:  
 
Miðvikudagur 09. júní:  
16:30 Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir – KÁM-Þeir síðustu verða fyrstir – Fyrirlestrarsalur  
17:00 Monika Kiburyté – D.+ D. & Co.  Volume 1 – Black box 
17:30 Assa Borg Snævarr Þórðardóttir – Til æviloka – Fyrirlestrarsalur 
19:00 Tumi Björnsson – Horfir þú á Glám? – Fyrirlestrarsalur  
20:00 Hákon Örn Helgason – Jesú er til, hann spilar á banjó – Black Box 
20:30 Brynhildur Sigurðardóttir - Keðjuverkun – Fyrirlestrarsalur 
 
Fimmtudagur 10. júní:  
17:00 Monika Kiburyté – D.+ D. & Co.  Volume 1 – Black Box 
17:30 Assa Borg Snævarr Þórðardóttir – Til æviloka – Fyrirlestrarsalur 
19:00 Tumi Björnsson – Horfir þú á Glám? – Fyrirlestrarsalur  
20:00 Hákon Örn Helgason – Jesú er til, hann spilar á banjó – Black Box 
20:30 Brynhildur Sigurðardóttir - Keðjuverkun – Fyrirlestrarsalur 
 
Föstudagur 11. júní: 
16:00 Brynhildur Sigurðardóttir - Keðjuverkun – Fyrirlestrarsalur  
17:00 Annalísa Hermannsdóttir – Og svo er nótt – Black Box 
17:30 Assa Borg Snævarr Þórðardóttir – Til æviloka – Fyrirlestrarsalur 
19:00 Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir – KÁM-Þeir síðustu verða fyrstir – Fyrirlestrarsalur  
20:00 Monika Kiburyté – D.+ D. & Co.  Volume 1 – Black Box 
20:30 Tumi Björnsson – Horfir þú á Glám? – Fyrirlestrarsalur 
 
Mánudagur 14. júní: 
20:00 Annalísa Hermannsdóttir – Og svo er nótt – Black Box 
 
Þriðjudagur 15. júní:  
18:00 Annalísa Hermannsdóttir – Og svo er nótt – Black Box 
20:00 Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir – KÁM-Þeir síðustu verða fyrstir – Fyrirlestrarsalur 
21:00 Hákon Örn Helgason – Jesú er til, hann spilar á banjó – Black Box
 
Miðvikudagur 16. júní:   
20:00 Hjalti Vigfússon – Krókódílasótt– Black Box 
 
Laugardagur 19. júní: 
20:00 Hjalti Vigfússon – Krókódílasótt– Black Box
 
Sunnudagur 20. júní: 
20:00 Hjalti Vigfússon – Krókódílasótt– Black Box 
 
Frítt er inn á allar sýningar - Miðabókanir fara fram á tix.is
Sýningar fara fram í húsnæði Listaháskóla Íslands að Laugarnesvegi 91, 105 Reykjavík.