Dagana 13.-16.05.21. sýna 2 árs nemar á sviðshöfundabraut sviðslistadeildar einstaklingsverkefni sín sem þau hafa unnið að undanfarnar vikur.

 
Í námskeiðinu vinna nemandur að einstaklingsverkefni undir handleiðslu leiðbeinenda og tekur viðfangsefni og form verkefnisins mið af áhugasviði og áherslun nemanda innan sviðslista. Lögð er áhersla á frumsköpun og frumkvæði nemenda, einstaklingsbundna sýn og nálgun. Nemendur byrja að þróa áfram eigið höfundaverk, skilgreina eigin aðferðir og ferli sem og að staðsetja sig í samhengi við sviðslista senuna. Nemendur leiða listrænt starf og nýta til þess þá þekkingu sem þau hafa tileinkað sér í náminu til þessa. Námskeiðinu lýkur með lifandi flutningi á verkefnum nemenda frammi fyrir áhorfendum.
 
Leiðbeinendur: Karl Ágúst Þorbergsson, Pétur Ármannsson, Ólöf Ingólfsdóttir.
 
Anna Róshildur B Böving
 
Bjartur Örn Bachmann
 
Björg Steinunn Gunnarsdóttir
 
Erna Kanema Mashinkila-
 
Inga Steinunn Henningsdóttir
 
Katrín Guðbjartsdóttir
 
Magnús Thorlacius
 
Óðinn Ásbjarnarson
 
Sýningarplan:
 
Fim 13.05.21 
16.00: Katrín 1. sýn
17.00: Bjartur 1. sýn
18.00: Inga 1 sýn
19.00: Magnús 1. sýn
 
Fös 14.05.21
17.00: Björg 1. sýn
18.00: Óðinn 1. sýn
 
Lau 15.05.21
17.30: Kanema 1. sýn
19.00: Óðinn 2. sýn
20.00: Katrín  2. sýn
21.00: Magnús 2. sýn
 
Sun 16.05.21
16.30: Kanema 2. sýn
17.00: Björg 2. sýn
20.00: Inga 2. sýn
21.00: Bjartur 2. sýn
 
Sýningar fara fram í húsnæði Listaháskóla Íslands að Laugarnesvegi 91, 105 Reykjavík. Stofu L141 & L142.
Nánari upplýsingar um viðburðina má finna á Facebook síðu sviðslistadeildar og tix.is