Þræðir - veftímarit um tónlist
6.tölublað er komið út

Splunkunýtt tölublað vefritsins Þræðir er komið út og þar kennir ýmissa fróðlegra grasa.

Veftímaritið hefur það hlutverk að skapa vettvang, aðhald og hvata fyrir hvers konar rannsóknarvinnu tengda tónlist, innan sem utan Listaháskólans.
Með vefritinu er stefnt að því að auka umsvif rannsókna á sviði tónlistar, skapa ný tækifæri og hvata, og vera miðstöð sjónarhorna innan tónlistar.

Nú kynnum við með stolti sjöttu útgáfu þessa vefrits en þar birtast sjö fróðlegar greinar. Að þessu sinna birtast greinar eftir Einar Torfa Einarsson, Guðmund Stein Gunnarsson, Pétur Eggertsson, Ragnheiði Ingunni Jóhannsdóttur, Þorbjörgu Daphne Hall, Tryggva M. Baldvinsson, Þórhall Magnússon og Þráinn Hjálmarsson. 

Ritstjórn Þráða skipa þau Atli Ingólfsson, Einar Torfi Einarsson og Þorbjörg Daphne.