Verið velkomin heim til Míu og Mána. Þar er allt fallegt. Sólin skín inn um gluggana af því að þar eru engin gluggatjöld. Þar er allt tandurhreint og engin hlandlykt af því Mía er svo dugleg að skúra. Máni er duglegur að drekka sellerídjúsinn sinn og sver að honum finnst hann góður.     
 
Vinaleg ábending til áhorfenda: Aldrei fara í mat til hjónanna sem búa fyrir ofan og vinsamlegt slökkvið á farsímum.
 
Aðstandendur:
Höfundur: Assa Borg Snævarr Þórðardóttir.  
Leikarar: Berglind Halla Elíasdóttir, Níels Thibaud Girerd, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Stefán Þór Þorgeirsson og Örn Gauti Jóhannsson.  
Hönnun plakats: Salka Rósinkranz.   
 
Þakkir:
Atli Snær Ásmundsson  
Hafliði Arngrímsson  
Helga Sveindís Helgadóttir  
Iðunn Jónsdóttir  
Karl Ágúst Þorbergsson  
Kúkfús Gústaf Byssukisi  
Lísbet Sigurðardóttir  
Salka Rósinkranz  
Feitasti bekkurinn  
 
 
161251155_140251007997933_8266539141161576515_n.png
 
 

Til æviloka (2021), by LHÍ Sviðslistir

Ágrip:
Uppáhaldsliturinn minn er bleikur. Bleikur litur getur verið allskonar. Hann getur bæði verið fallegasti litur í heiminum og verið svo ljótur að mig langar til að kasta upp. Fagurbleikur himinn kætir hjarta og sál en minnir mig líka á ekkert okkar er ódauðlegt og að dauðinn nálgast okkur öll hægt og rólega.   
 
Assa Borg er sviðshöfundur með bakgrunn í listdansi, bókmenntafræði og ritlist. Hún er skotin í ofurrealisma og að skapa heim þar sem allt er mjög fallegt á sama tíma og allt sökkar. Það er ekkert undarlegra, yndislegra og sorglegra en raunveruleikinn.