Gleym-mér-ei hádegistónleikar í Hafnarhúsinu
miðvikudaginn 17.mars kl.12:15

Söngnemendur tónlistardeildar LHÍ hafa staðið að hádegistónleikum á miðvikudögum síðustu misseri en tónleikaröðin stendur yfir í um 7 vikur í senn.
Gleym-mér-ei er samstarfsverkefni tónlistardeildar LHÍ og Listasafns Reykjavíkur. 
Undanfarin ár hefur tónleikaröðin farið fram á Kjarvalsstöðum en að þessu sinni flytja nemendur fjölbreytta dagskrá í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.
Miðvikudaginn 17.mars er komið að fjórðu tónleikum raðarinnar á þessu vormisseri. Tónleikarnir hefjast kl 12.15.

Allir hjartanlega velkomir og aðgangur ókeypis!

Fram koma:

Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir
Ásta Sigríður Arnardóttir
Pétur Úlfarsson
Hrafnhildur Eva
Bergþóra Linda Ægisdóttir
Salný Vala Óskarsdótir

Meðleikari er Eva Þyri Hilmarsdóttir.