Umræðuþræðir 2021
​fimmtudaginn 11.mars kl.20:30 í Hafnarhúsinu.

Cassandra Edlefsen Lasch
an artist publication as artwork as radiating library

Umræðuþræðir er samstarfsverkefni Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, Listaháskóla Íslands, og Listasafns Reykjavíkur. Allt frá árinu 2012 hafa erlendir gestir sem notið hafa viðurkenningar í hinum alþjóðlega listheimi komið hingað til lands í tengslum við verkefnið. Gestirnir hafa sérþekkingu ýmist á sviði listsköpunar, fræðastarfa eða sýningarstjórnunar. Lagt hefur verið upp með að skapa vettvang hérlendis fyrir alþjóðleg tengsl og umræður. Gestirnir kynnast íslensku listalífi, stunda gestakennslu um leið og þau kynna eigin verk og hugðarefni opinberlega.  

Fyrsti gestur ársins 2021 í fyrirlestrarröðinni Umræðuþræðir er sýningarstjórinn Cassandra Edlefsen Lasch. Hún verður málstofugestur í myndlistardeild Listaháskóla Íslands, fimmtudaginn 11. mars. Síðar sama dag kl. 20.30 heldur hún opinberan fyrirlestur í Hafnarhúsi, Listasafns Reykjavíkur. Í erindinu, an artist publication as artwork as radiating library mun Cassandra fjalla um útgáfu listakonunnar Susanne Kriemann Ge (ssenwiese) og K (anigsberg): Library for Radioactive Afterlife sem hún ritstýrði. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. 

Athugið að skráning á viðburðin er nauðsynleg, skráning fer fram hér.

 

cassandraedlefsenlaschwww-1.jpg
 
Cassandra Edlefsen Lasch

Cassandra Edlefsen Lasch er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri, ritstjóri og textahöfundur búsett í Berlín. Hún hefur velt fyrir sér hlutverki ritstýringar í listænum skrifum sem felst meðal annars í ferli yfirlesturs og endurlesturs. Hún hefur stýrt alþjóðlegum ritum, bæði hjá Hatje Cantz og einnig sem sjálfstætt starfandi ritstjóri. Þá hefur hún einnig gegnt starfi ritstjóra við PRAXES Center for Contemporary Art í Berlín og við Bergen Assembly. Cassandra hefur unnið í samstarfi við ýmsa alþjóðlega listamenn og gallerí, meðal annars Neugerriemschneider. 

Á starfsferli sínum hefur Cassandra rannsakað hugmyndina um samhugsun og hvernig hún birtist við gerð bókverka. Rit hennar homecomings 1, 2, 3, etc. (Berlin: Archive Books, 2018), sem var innblásið af verkum Hreins Friðfinnssonar House Project (1974-) og bóka George Perec´s Species Spaces (1974), leiddi af sér umfangsmikla samsýningu og röð málþinga sem náði yfir þriggja ára tímabil með þátttöku um 50 lista- og fræðimanna.

Af nýlegum skrifum og ritstjórnarverkefnum Cassöndru ber helst að nefna:

Susanne Kriemann, Ge(ssenwiese) and K(anigsberg): Library for Radioactive Afterlife (Leipzig: Spector Books, 2020)
Hreinn Friðfinnsson: Works 1964-2019 (London: Koenig Books, 2019) 
Michael Beutler, Things in Slices (Berlin: BOM DIA, 2019)
Florian Neufeldt, Folds and Faults (Berlin: Distanz, 2019)
Benandsebastian, Department of Voids (Berlin: Kerber Verlag, 2018)
Rhea Dall, Wilhelm Sasnal: ENGINE (Oslo: Kistefos-Museet, 2018).