Nú er sérverkefnavika LHÍ senn á enda.
Nemendur tveggja námskeiða kynna afraksturinn í
beinu streymi föstudaginn 19.febrúar.
Streymi má nálgast hér.

 

𝟏𝟏:𝟎𝟎 - 𝐆𝐚𝐠𝐧𝐯𝐢𝐫𝐤 𝐭𝐨́𝐧𝐥𝐢𝐬𝐭

Undanfarna viku hefur Jesper Pedersen leiðbeint nemendum í vinnustofu þar sem þau þróa hug- eða vélbúnað sem bregst við ytra áreiti í gegnum hljóðnema, vídeó eða hvers kyns skynjara og svarar með hljóð-, tón-, mynd- eða vélferlum í samhengi við það sem inn kemur. Á námskeiðinu er ýmiskonar efniviður endurunninn s.s. gömul leikföng, símar og fleira.

 

𝟏𝟐:𝟎𝟎 - 𝐒𝐚𝐦𝐬𝐩𝐢𝐥𝐬𝐡𝐨́𝐩𝐮𝐫 𝐒𝐚𝐦𝐮́𝐞𝐥𝐬 𝐉. 𝐒𝐚𝐦𝐮́𝐞𝐥𝐬𝐬𝐨𝐧𝐚𝐫

Samspilshópur sem Samúel hefur stjórnað undanfarna viku kynnir afraksturinn með streymistónleikum frá tónlistardeild LHÍ. Öflugur hópur ellefu nemenda flytur ferska og fjölbreytta dagskrá funk-, afró-, og latintónlistar eftir Samúel.