Útskriftartónleikar 19.febrúar
Kl. 18:00 - Beint streymi frá streymisvef skólans.

magnus_daniel_mynd.jpg
 

Píanóleikarinn Magnús Daníel Budai Einarsson lýkur bakkalárnámi í hljóðfæraleik frá tónlistardeild LHÍ í vor.
Útskriftartónleikar Magnúsar fara fram í Hannesarholti föstudaginn 19.febrúar kl 18:00.
Vegna fjöldatakmarkana verða tónleikarnir lokaðir almenningi en beint streymi fá nálgast á streymisvef skólans live.lhi.is.

 

Efnisskrá

Johann Sebastian Bach (1685-1750)
Prelúdía og fúga í c moll, BWV 871

Josehp Haydn (1732-1809)
Sónata í Es-dúr Hob. XVI:52
I. Allegro moderato
II. Adagio
III. Finale: Presto

Johannes Brahms (1833-1897)
Ungverskir dansar, WoO 1
3. Allegretto í F dúr
5. Allegro í fís moll
6. Vivace í Des dúr

Zsuzsanna Budai, píanó

-Hlé-

Josehp Haydn (1732-1809)
Fantasía í C-dúr Hob. XVII:4

Frédéric Chopin (1810-1849)
12. Presto í gís-moll
13. Lento í Fís-dúr
14. Allegro í es-moll
15. Sostenuto í Des-dúr
16. Presto con fuoco í b-moll
17. Allegretto í As-dúr
18. Molto Allegro í f-moll
21. Cantabile í B-dúr
22. Molto agitato í g-moll
23. Moderato í F-dúr
24. Allegro appassionato í d-moll


Magnús Daníel Budai Einarsson
 

Magnús Daníel hóf Suzukinám í fiðluleik aðeins 4 ára gamall við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Áhugi hans á píanónámi kviknaði þó fljótlega og hann lagði því fiðluna á hilluna og hóf nám í píanóleik undir leiðsögn móður sinnar, Zuszsanna Budai.

Magnús Daníel lauk framhaldsprófi í píanóleik árið 2014. Ári seinna lá leiðin í tónlistardeild Listaháskóla Íslands þar sem Péter Máté og Edda Erlendsdóttir tóku við leiðsögninni. Hann hlítur nú bakkalárgráðu í vor en á námstímabilinu fór Magnús í eins árs skiptinám til Szeged í Ungverjalandi.

Það er óhætt að segja að píanóið eigi hug og hjarta Magnúsar en hann hefur ekki síður áhuga á stillingu hljóðfærisins. Hann hefur nú þegar lokið námi í píanóstillingum við North Bennet Street School of Boston og stefnir á meistaranám í faginu í Florida State University.

Magnús Daníel er fær á ýmis hljóðfæri en hann hefur lært á selló, gítar, básúnu og sembal.