Hugarflug 2021: Kallað eftir tillögum / Open Call 

Kallað er eftir tillögum að erindum og öðrum viðburðum fyrir dagskrá Hugarflugs 2021, árlegrar rannsóknaráðstefnu Listaháskóla Íslands sem fer fram í tíunda sinn föstudaginn 12. febrúar 2021, að þessu sinni með rafrænum hætti.

Hugarflug er vettvangur fyrir opna, faglega og gagnrýna umræðu um listir, hönnun, og arkitektúr; um þekkingarsköpun á hinu víða sviði lista og skörun þeirra við önnur fræðasvið, með áherslu á fjölbreytileikann sem einkennir nálganir, aðferðir, efnistök, miðlun og rannsóknir sem þar er beitt.

 

Við stöndum á vendipunkti í sögunni sem krefst þess af okkur að við ígrundum hlutverk og vægi listanna í endursköpun samfélaga í kjölfar meiriháttar heimsatburða eins og þeirra sem við lifum nú. Framundan eru ögrandi áskoranir í loftslags- og umhverfismálum, hringrásarhagkerfinu, lýðræðiseflingu og samfélagsgerðinni. Hvernig getum við svarað þessum áskorunum og ögrunum á vettvangi lista? Hvernig hefjumst við handa við að skilja og svara þeim djúpstæðu breytingum á umhverfi okkar sem við stöndum frammi fyrir? Hvernig nýtum við þá hugmyndafræðilegu endurnýjun sem er snar þáttur í listsköpun, umhverfi okkar og samfélagi til heilla? Hvernig hafa listirnar svarað slíkum áskorunum í sögunni?  Yfirskrift Hugarflugs 2021 er

 

Vendipunktur – Turning Point

 

Eitt helsta markmið ráðstefnunnar er að bjóða upp á öruggt rými jafningja þar sem óhætt er að spyrja opinna spurninga, framkvæma tilraunir og kynna verkefni í vinnslu. Starfsfólk, nemendur og stundakennarar Listaháskólans, og annað starfandi listafólk, hönnuðir, arkitektar og fræðafólk eru hvött til að senda inn tillögur.

Þar sem ráðstefnan verður rafræn hvetjum við þátttakendur til að nýta sér fjölbreyttar aðferðir, miðla og nálganir til að finna framlagi sínu viðeigandi umgjörð og form á stafrænan hátt. Framlag gæti til dæmis tekið á sig efnislegt eða sjónrænt form (sýning, innsetning, grafísk miðlun), verið sett á svið  (flutningur, gjörningur, inngrip) eða sett fram í orði (fyrirlestur, Pecha Kucha, sjálfsviðtal/samtalsform, hringborðsumræður, málstofa, vinnusmiðja).  Fyrir utan erindi og málstofur sem verða send út af LHÍ, verður aðeins tekið á móti fullunnum tillögum á borð við myndböndum, hljóði, ljósmyndum, texta og/eða öðrum kynningum á listrannsóknum, listsköpun, hönnun og arkitektúr.

 

Tillögur skulu innihalda eftirfarandi:

 • Nöfn, starfstitla og netföng þátttakenda.
 • Lýsingu á framlagi (hámark 300 orð) þar sem titill, lengd (10, 20, 30, 40, 60 mín), lýsing á viðfangsefni, efnistökum, miðlunaraðferðum. 
 • Athugið að einungis verður tekið á móti fullunnum kvikmyndum, hljóðverkum, mynd og textum sem hugsað er til miðlunar með rafrænum hætti, ef kallið er samþykkt þarf að senda inn eigi síðar en 20. janúar.  
 • Fyrirlestrar, málstofur verður verða sendar út á rauntíma. 
 • Stuttan texta um þátttakendur (hámark 50-100 orð um hvern).    
 • Ef um samsettar málstofur eða viðburðir er að ræða þá skal annars vegar skila inn lýsingu á málstofunni/viðburðinum og hins vegar á hverju framlagi fyrir sig. 

 

Skilafrestur er til 1desember 2020 til að fylla út umsóknareyðublaðið 
Nánari spurningar má senda á netfangið hugarflug [at] lhi.is  

 

Ráðstefnunefnd: 
Hanna Styrmisdóttir (formennska)
Atli Ingólfsson
Ásgerður Roberts Gunnarsdóttir
Gunndís Ýr Finnbogadóttir
Hildigunnur Sverrisdóttir
Magnea Einarsdóttir
Karólína Stefánsdóttir (verkefnastjóri)

 

Ráðstefnan fer fram föstudaginn 12. febrúar 2021 

 

 

 

//

 

Hugarflug 2021: Call for proposals / Open call 

 

Open call for papers and other events for the programme of Hugarflug 2021, Iceland University of the Arts’ 10th annual research conference on 12 February, 2021. This 10th edition of the conference will be held in a digital format. 

The conference is a platform for an open, informed and critical dialogue on the arts, architecture and design; on knowledge production in the expanded field of the arts as well as their intersections with other fields. Emphasis is placed on the diversity of the approaches, methods, content, dissemination, and research that characterizes the field. 

We stand at a turning point in history which requires that we critically reflect on the role and value of the arts in rebuilding societies and communities in the wake of current major world events. Ahead of us are demanding challenges in relation to the climate and the environment, the circular economy, democratic empowerment and the social structure. How can we respond to these challenges and provocations from within the field of the arts? How do we begin to understand and respond to the profound changes we face in our environment? How can we make use of ideological renewal, which is a fundamental driving force in the arts, for the benefit of our environment and society? How have the arts hitherto responded to such challenges?  The Hugarflug 2021 theme is: 

 

Turning Point - Vendipunktur

 

One of the main objectives of the conference is to offer a safe space for peers to ask open questions, perform experiments and present works in progress. Staff, students, and part-time lecturers at the Iceland University of the Arts (IUA), as well as other practicing artists, designers, architects and scholars are encouraged to respond to the call. 

 

As the conference will take place as an online event, we encourage participants to use diverse methods, media, and approaches to find the appropriate form for their digital contributions. As an example, a contribution could take on a material or visual form (exhibition, installation, graphic dissemination), a staged form (performance, intervention), or a verbal form (paper presentation, Pecha Kucha, auto-interview, panel discussion, seminar, workshop). Apart from paper presentations and seminars, which will be streamed by the IUA, we will only accept fully developed contributions containing video, audio, photography, text and/or other forms of dissemination of artistic research, artistic practice and design. 

 

Proposals should contain the following: 

 • Names, job titles, and e-mail addresses of participants. 
 • A description (max 300 words) including title, length (30, 60, 90 or 120 min.), content, subject matter, and form of dissemination.  
 • Please note that only fully finished films, audio work, visuals, and texts for digital presentation will be accepted, if your proposal is selected the final deadline for work is January 20, 2021. 
 • Lectures and seminars will be sent out live.  
 • Short bio on participants (max 50-100 words each). 
 • In case of combined contributions, please include a description for each format. 

The deadline to fill out Hugarflug´s application form is December 1, 2020.  
Any questions hugarflug [at] lhi.is 

The conference will take place on Friday, February 12, 2021. 

 

Conference Committee: 
Hanna Styrmisdóttir (chair) 
Atli Ingólfsson 
Ásgerður Roberts Gunnarsdóttir 
Gunndís Ýr Finnbogadóttir 
Hildigunnur Sverrisdóttir 
Magnea Einarsdóttir 
Karólína Stefánsdóttir (project manager)