PEYSA MEÐ ÖLLU FYRIR ALLA

Ýrúrarí á Hönnunarsafni Íslands

 
Ýr Jóhannsdóttir er textílhönnuður og listakona sem starfar undir nafninu Ýrúrarí. Verk hennar eru að mestu unnin í prjóni og í þeim mætast húmor, handverk og hreyfing. Ýr stundaði nám í textílhönnun við Myndlistarskólann í Reykjavík og lauk BA gráðu í faginu í Glasgow School of Art árið 2017 og stundar nú nám í listkennsludeild LHÍ.
Á vinnustofu Ýrúrarí á Hönnunarsafni Íslands mun fara fram vinna að framhaldi verkefnisins "Peysa með öllu" sem hún vann í samstarfi við fatasöfnun Rauða Krossins fyrir HönnunarMars 2020. Í "Peysu með öllu" vann Ýrúrarí með peysur sem lent höfðu í óhöppum í fyrra lífi og voru því ekki boðlegar til sölu í verslunum Rauða Krossins. Verkefnið er hluti af lokaverkefni Ýrar í listkennsludeild Listaháskóla Íslands.
 
 
 
yrurari_01_0.jpeg
Mynd: Hönnunarsafn Íslands