Skynjun og samræður út frá samtímalist í listkennslu

 
Í þessari ritgerð verða möguleikar og ávinningur þess að vinna markvisst með innri skynjun nemenda af listaverkum í samtali skoðaðir. Þessari vinnu er ætlað að fara fram í skipulögðu samtali nemenda og kennara við og út frá upplifun á samtímalist á söfnum og sýningarstöðum. Mikilvægt er að fara með nemendur á myndlistarsýningar í skipulögðu skólastarfi í myndlistarkannslu til að upplifa samtímalist og læra um virkni hennar og hlutverk í samfélaginu.
 
Með því að fara á sýningar þá læra nemendur jafnframt að meðtaka og umgangast myndlist þeirra samtíma auk þess að auðga almennt menningarlæsi. Það er vöntun á kennslugögnum fyrir myndlistarkennara og fræðslufulltrúa þegar kemur að samtímalist og er það eflaust ein af orsökum þess að myndlistarkennsla er víða lítið miðuð að samtímalist.
 
Ákjósanlegt væri að skólastofnanir kæmu á samstarf og væru í samvinnu við söfn og sýningarrými borgarinnar í auknu mæli því þessar stofnanir og rými eru í sífelldri þróun og endurskoðun þegar kemur að fræðlustarfi sem snýr að samtímalist.
 
thumbnail_141842097_2770278536620411_1846948393869809530_n.jpg
 
Selma Hreggviðsdóttir
Listkennsludeild
selmahregg [at] gmail.com
20 ECTS
Leiðbeinandi: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
2021