Við höfum opnað fyrir umsóknir á leikarabraut.
Fyrsta þrep í umsóknarferlinu verður með breyttu sniði að þessu sinni.
Tekið verður á móti 2 mínútna myndbandsupptöku af eintölum umsækjenda.
 
Umsóknarfrestur rennur út 2. desember 2020.
 

Inntökuferli

1. ÞREP
- Rafræn umsókn + Myndbandsupptaka af flutningi á eintali. 
- Lokað fyrir umsóknir 2. desember 2020, kl. 23:59. 
- Niðurstöður úr fyrsta þrepi verða sendar til umsækjenda með tölvupósti 16. desember 2020.
2. ÞREP
- Umsækjendur sem komast áfram í 2. þrep fá nánari upplýsingar sendar með tölvupósti.
- Inntökumatið í öðru þrepi fer fram 7. - 8. janúar 2021.
- Niðurstöður úr öðru þrepi verða sendar til umsækjenda með tölvupósti 11. janúar 2021.
3. ÞREP
- Umsækjendur sem komast áfram í 3. þrep fá nánari upplýsingar sendar með tölvupósti.
- Inntökumatið í þriðja þrepi fer fram 13. - 19. janúar.

 

Inntökuskilyrði

Miðað er við að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi. Listnám er tekið til greina þegar umsókn er metin.
 

Undanþágur vegna inntöku

Listaháskólanum er heimilt að veita inngöngu í skólann umsækjendum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem telst fullnægjandi undirbúningur til bakkalárnáms við skólann. Þó er við það miðað að umsækjendur hafi lokið eigi færri en 105 einingum úr eldra kerfi framhaldsskólastigsins.