Einkasýning Fríðu Katrínar Bessadóttur opnar fimmtudaginn 15. Október kl. 17:00 – 18:00 í Huldulandi Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

ATH vegna núverandi ástands verður sýningin aðeins aðgengileg almenningi í gegnum beint streymi á vefnum kl. 17:15 sem nálgast má HÉR

Óður til Móður

Gjörningur í einum þætti

Karlakór Ísafjarðar

Tónlist / Music
Sigurður Jónsson

Danshöfundur / Choreography
Fríða Katrín Bessadóttir

Handrit / Screenplay
Fríða Katrín Bessadóttir
Nina Margrét Bessadóttir &
Tómas Daði Bessason

Á tímabilinu 1. október - 26. nóvember stendur yfir röð einkasýninga BA nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 18 á fimmtudögum.

Facebook viðburður / Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist