Einkasýning Matthildar Sigrúnardóttur opnar fimmtudaginn 8. október kl. 17:00 – 19:00 í Huldulandi, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist. 

ATH vegna núverandi ástands verður sýningin aðeins aðgengileg almenningi í gegnum beint streymi á vefnum kl. 17:30 sem nálgast má HÉR.

Það dvelur í mér til frambúðar 

Eins og verkur í maganum 
Eins og kökkur í hálsinum 
Eins og fiðringur upp eftir bakinu  
Eins og dofi í höndunum  
Eins og þrýstingur í augunum 
Eins og eirðarleysi í fótleggjunum 
Eins og stingur 
Eins og kitl 
Eins og ólga 
Eins og ógleði 
Eins og tilfinningin sem maður fær þegar mann dreymir að maður sé að detta: 
Kippur 
Hjartsláttur 
Léttir 
Hjartsláttur 
Léttir 
Hjartsláttur 
Léttir 
Stundum kíki ég á þig á meðan þú sefur, til að vera viss um að þú andir. 

Á tímabilinu 1. október - 26. nóvember stendur yfir röð einkasýninga BA nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar. 

Á hverjum fimmtudegi opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum. 

Facebook viðburður / Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist