Árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla íslands, Menntakvika: Rannsóknir, nýbreytni og þróun verður haldin rafrænt dagana 1. og 2. október 2020.

Listaháskólinn tekur þátt í ár að venju, bæði kennarar og starfsmenn skólans, bæði sem fyrirlesarar og málstofustjórar. 

 

Meðal þáttakenda eru þær Gunndís Ýr Finnbogadóttir lektor, en hún starfar í listkennsludeild og Berglind Ósk Hlynsdóttir, nemi í fatahönnun á 3 ári. 

 

Gunndís stýrir málstofunni - Skapandi grunnskóli – námsefni unnið við listkennsludeild Listaháskóla Íslands, en hún fer fram 1. október kl. 10:45. 

Þetta er rannsóknarstofa í listkennslufræðum.

Þar verða þrjár framsögur frá útskrifuðum meistaranemum frá listkennsludeild og eiga það sameiginlegt að fjalla um grunnskólastigið. 

 

Berglind Ósk Hlynsdóttir, nemi á 3 ári í fatahönnun tekur þátt í málstofunni 

Textíll í rannsóknum og skólastarfi – Fyrri hluti, en hún fer fram 2. október kl. 9. 

Ásdís Jóelsdóttir leiðir rannsóknarstofuna í textíl en Berglind mun fjalla um verkefnið Flokk till you drop – samstarfsverkefni sem styrkt er af Nýsköpunarsjóði námsmanna.  

FLOKK TILL YOU DROP er ádeila á úrelta orðatiltækið „shop till you drop“. Verkefnið stuðlar að því að auka vitundarvakningu um neyslumenningu Íslendinga og beina sjónum að því magni af fötum og öðrum textíl sem fólk gefur í Rauða krossinn.

Aðspurð segir Berglind það vera mikilvægt að kynna þetta á vettvangi sem þessum vegna fjölda þeirra sem taka þátt og munu í framhaldi hafa áhrif inn í kennslustofum landsins. 

 

Við hvetjum alla til þess að fjölmenna.

 

Hér má finna allar frekari upplýsingar.