English below 

Staðfest smit í Listaháskólanum.

Því miður hefur komið upp smit í einu sóttvarnarhólfa Listaháskóla Íslands og var það staðfest í morgun. Búið er að virkja neyðaráætlun háskólans auk þess sem smitrakningarteymi Almannavarna hefur gripið til viðeigandi ráðstafana. Þegar er búið að hafa sambandi við alla sem málið varðar.  Viðkomandi eru komnir í sóttkví og hafa fengið fyrirmæli um sóttvarnir og önnur öryggisatriði er varða þeirra eigin heilsu. Sóttvarnarhólfið sem um ræðir verður einnig þrifið sérstaklega yfir helgina.  
 
Af þessu tilefni vil ég enn og aftur brýna fyrir okkur öllum mikilvægi þess að fara varlega og sýna ábyrgð í okkar persónulegu smitvörnum og umgengni. Jafnfram er ítrekað að allir fundir, fyrirlestrar og viðburðir skuli fara fram með rafrænum hætti sé þess nokkur kostur og að fólk haldi sig innan sinna sóttvarnarhólfa.  
 
Húsnæði Listaháskólans verður að öllu óbreyttu opnað aftur á mánudag. 
 
Listaháskóli Íslands er stór vinnustaður og viðbúið að grípa þurfi til ýmissa ráðstafana af og til á meðan heimsfaraldurinn stendur. Óvissan reynir bæði á nemendur og starfsfólk og því vil ég hvetja ykkur öll til að sýna slíkum ráðstöfunum tillitssemi og skilning og skapa þannig samstöðu um þær aðgerðir sem skipta okkur öll svo miklu máli. 
 
Ég vil hvetja alla til að huga vel að heilsu sinni og njóta helgarinnar sem best. 
 
Með góðri kveðju,  
 
Fríða Björk Ingvarsdóttir, 
rektor 
 
***** 
 

One confirmed case of Covid 19

 
Unfortunately, we now have one confirmed Covid 19 infection in one of our sanitary zones. The IUA's emergency plan has been activated and the health authorities' contamination tracking team have been notified. We have already been in touch with everyone involved and they are now in quarantine and have been given proper instructions regarding safety and their own health. The sanitary zone will be cleaned and disinfected over the weekend.
 
In light of this news, once again I would like to remind you all of the importance of safe conduct and our own responsibility regarding preventive measures. It is also important to keep in mind that all meetings, lectures and other events should take place electronically and that people are not permitted to go between zones.  
 
The IUA's buildings will be open again on Monday provided the existing conditions remain. 
 
The IUA is a relatively large community and we must be prepared for having to adjust our plans from time to time while the pandemic lasts. The uncertainty involved is challenging for both students and staff and I would therefore like to encourage you all to receive all our instructions with patience and understanding. Our solidarity is imperative in order to get through this trying period with as little disruption as possible.  
 
I encourage you all to take good care - and to enjoy the weekend,  
 
With best wishes 
 
Fríða Björk Ingvarsdóttir, 
rector.