haffi.jpg
Mynd: Sinfóníuhljómsveit Íslands

 

Með miklum söknuði kveðjum við Hallfríði Ólafsdóttur sem lést 4. september s.l. aðeins 56 ára að aldri. Hún var mikilhæfur listamaður, frumkvöðull og kennari.  Hún starfaði sem stundakennari í flautuleik og kammertónlist við tónlistardeild frá árinu 2016 og hafði djúp áhrif á nemendur sína og samstarfsfólk sem minnast hennar með hlýju og kærleika. Sem skapari músíkmúsarinnar Maxímús opnaði hún töfraveröld tónlistarinnar fyrir börnum vítt og breytt um heiminn. Hún hélt fyrirlestra við tónlistardeild um starf sitt sem tónlistarmaður og frumkvöðull og lét ástríða hennar engan ósnortinn.  

Fyrir hönd tónlistardeildar LHÍ vil ég þakka gjöfult samstarf við Hallfríði sem varð þó allt of stutt og votta aðstandendum hennar mína dýpstu samúð.

Tryggvi M. Baldvinsson, forseti tónlistardeildar LHÍ