Saga af upptrekktum fugli  ねじまき鳥クロニクル
Axel Ingi Árnason

Saga af upptrekktum fugli sækir innblástur í bókmenntaverk japanska höfundarins Haruki Murakami og titill verksins er tilvísun í bókina The Wind-up bird chronicle (1995). Sagan segir frá ungum manni í leit að týndum ketti. Hann flækist inn í undarlega atburðarrás og leitin að kettinum breytist í leitina að sjálfinu.
 
axel_ingi_arnason.jpg
 

Axel Ingi hóf nám í píanóleik við Tónlistarskóla Eyjafjarðar fimm ára að aldri. Á árum sínum í Menntaskólanum á Akureyri lagði hann einnig stund á nám í klassískum kontrabassa. Hann lauk BA gráðu í tónsmíðum frá LHÍ árið 2016 og hefur síðan samið tónlist fyrir leikverk og kvikmyndir.