InfernO - Favola in Musica
Alezzandro Cernuzzi
 
"Lasciate ogne speranza voi ch' intrate" orðin sem Dante segir, eru rituð fyrir ofan þá hurð sem leiðir til Heljar. Á íslensku hljómar þessi aldagamla setning sem "Von er þrotin þér sem gengur inn". Hún felur í sér hugmyndafræ sem svo hafa blómstrað í hugum manna um hvað helvíti var eða er.  
Standandi frammi fyrir erfiðum aðstæðum sem krefjast lausna, gæti manni liðið eins og leiðin til  frelsis liggi í gegnum ákveðnar dyr. Líkt og ferð Dantes í gegnum víti, þá var ferð mín í gegnum eigin tónsmíðar, á þessu verki, ferð í gegnum vitneskju og tilfinningar, tæknilega örðuleika, gleði og áhyggjur.  
Við manneskjur erum afskaplega flóknar verur. Ég vil meina að við getum notað listrænu hlið okkar til þess að beina tilfinningum okkar að einhverju sérstöku, áþreifanlegu og lifandi. Það er kannski ástæðan fyrir því að ég kann hugsanlega best að meta skáldleikann á bak við InfernO, heldur en hina sérstöku tæknilegu hlið. Það skiptir kannski ekki máli hvað okkar eigið persónulega InfernO er, tónlistin og listin geta hrifið mann með sér um stund, til þess að hjálpa manni að muna eftir manni sjálfum. " 

 

alessandro.jpg
 
Alessandro Cernuzzi fæddist á Ítalíu 1980 en er nú búsettur á Íslandi. Hann er lærður óperusöngvari og tónskáld. Á unglingsaldri átti tónlist og tónsmíðar hug hans allan og einnig óx áhugi hans á klassískum söng.
Hann hóf gítarnám, söng og samdi tónlist með vinum sínum, þá flest allt í rokk og þungarokksenunni. Hann flutti til Íslands árið 2006 og hóf stuttu eftir það tónlistar- og söngnám við Söngskólann í Reykjavík undir leiðsögn Más Magnússonar tenórs. Þar uppgvötaði hann fyrir alvöru áhuga sinn á klassískri tónlist og óperusöng. Síðar hóf hann nám í Söngskóls Sigurðar Demetz og lærða þar undir leiðsögn Kristjáns Jóhannssonar tenórs. 
Þar skapaðist tækifæri til þess að syngja með íslensku óperunni í uppsetningunni Don Carlos eftir Giuseppe Verdi, Peter Grimes eftir Benjamin Britten og The Phantom of the Opera, eftir Andrew Lloyd Webber, hjá Todmobile viðburðir. 
Árið 2014 hóf Alessandro söngnám við LHÍ undir leiðsögn Þóru Einarsdóttur, Kristins Sigmundssonar og Ólafar Kolbrúnar. 
Þar kveiknaði aftur brennandi áhuga á tónsmíðum. Fyrstu skrefin í tónsmíðum tók hann síðar það árið undir leiðsögn Páls Ragnars Pálssonar.  
Að loknu bakkalárnámi í söng hóf hann meistaranám í tónsmíðum undir leiðsögn Úlfars Inga Haraldssonar og Atla Ingólfssonar, þar sem hugmyndir hans og sköpun leiddu hann í átt að verkinu InfernO, hina músíkölsku fantasíu.