ENGLISH BELOW 

 

Kæra samstarfsfólk og nemendur 

 
Á síðastliðinni vorönn hafði ég þann hátt á að senda ykkur upplýsingabréf með reglulegu millibili á meðan á fyrsta bylgja heimsfaraldursins gekk yfir. Í síðasta bréfinu sem sent var út 8. maí bárum við öll þá von í brjósti að við myndum geta horfið aftur til eðlilegs ástands þegar skólinn yrði settur á ný að hausti. 
 
Eins og þið vitið öll, þá er nú orðið ljóst að svo verður ekki, því miður. Undanfarna viku, frá því að starfsmenn snéru aftur til starfa eftir sumarleyfi hefur því verið unnið hörðum höndum að því að undirbúa skólastarfið með þeim hætti að farið sé að fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda. Jafnframt höfum við verið í sambandi við menntamálaráðuneytið um aðgerðir sem hægt er að beita til að halda uppi skólastarfi til lengri tíma með þeim skorðum sem heimsfaraldurinn mun setja okkur næstu mánuði og jafnvel misseri með það í huga að rækta áfram þá sérstöðu sem felst í listnámi ef eftir því sem kostur er. 
 
Þær aðgerðir eru enn í mótun, enda ekki enn búið að tilkynna um þær tillögur sóttvarnarlæknis sem munu taka við þeim tilmælum sem nú eru í gildi til loka morgundagsins, 13. ágúst. Það umhverfi sem við erum að máta okkur inn í er því enn nokkuð óljóst.  
 
Í millitíðinni er þó verið að vinna að heildarstefnumótun um aðgengi að háskólum í landinu með fulltingi samráðsvettvangs háskólastigsins undir stjórn menntamálaráðeytisins. Niðurstöðu þeirrar vinnu er að vænta í vikulokin.  
 
Eftirfarandi atriði eru þó skýr hvað okkur varðar:  
  • Nánari útfærslur á skipulagi kennslu haustannarinnar verða kynntar á næstu dögum, um leið og fyrirmæli um sóttvarnir í háskólum berast.  
  • Í því skipulagi verður leitast við að mæta þörfum nemenda sem allra best, bæði þar sem nándar er krafist í listrænum tilgangi og í aðgengi að sérhæfðri aðstöðu skólans.  
  • Við munum fylgja tilmælum yfirvalda enda á okkar ábyrgð að tryggja velferð og heilsu bæði nemenda og starfsfólks.  
  • Lögð verður áhersla á að skólasetning og móttaka nýrra nemenda verði þannig að fyrstu skref þeirra í Listaháskólanum verði bæði upplýsandi og uppörvandi.  
  • Húsnæði og aðstaða Listaháskólans er nú þegar opin með þeim skilyrðum sem nú gilda varðandi sóttvarnir, sjá:  (https://www.covid.is/undirflokkar/hvad-thydir-samkomubann). 
 
Ég vil að lokum ítreka það að þau smit sem hafa verið í samfélaginu að undanförnu hafa einkum verið meðal ungs fólks. Það er því komið í ljós að sá aldurshópur er ekki síður viðkvæmur fyrir sýkingu af Covid19 en aðrir og því full ástæða til að hvetja nemendur sérstaklega til að gæta fyllstu varúðar.  
 
Við munum senda út nánari fyrirmæli um aðgerðir eftir því sem þær skýrast, en ég hvet ykkur jafnframt að hafa samband við eftirtalda aðila ef þið þurfið á frekara samtali að halda:  
 
Málefni nemenda; Björg Jóna Birgisdóttir, bjorg [at] lhi.is, sími 893 6360 
Málefni starfsmanna; Haukur Björnsson, haukurbjornsson [at] lhi.is, sími 840 6600,  Sóley Björt Guðmundsdóttir, soleybjort [at] lhi.is, sími 898 8786. 
Stuðningur v. skiptinema hér og erlendis; Alma Ragnarsdóttir, alma [at] lhi.is, sími 864 5822. 
Starfsemi Listaháskólans; Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor; frida [at] lhi.is, sími 896 3005. 
 
 
Ég vona að þið hafið notið sumarsins og með góðri kveðju til ykkar allra,
 
Fríða Björk Ingvarsdóttir 
rektor 
 
**** 
 
ENGLISH 
 

Dear staff, dear students,  

 
Last spring term I sent you information letters on a regular basis while the first bout of the Covid19 pandemic passed. In my last letter on May 8th, we all hoped that the autumn term would allow us to return to our normal routine at the beginning of a new academic year here at the IUA.  
 
As most of you know though, that is unfortunately not the case. In the week that has passed since staff returned back to work after the summer break, we have worked hard on adapting our preparations for the year ahead to the recent framework and regulations set by health authorities to prevent further spread of the virus. We have also been in close conversation with the ministry of education regarding procedures that hopefully enable us to continue our work and studies within the limitations set by the pandemic, possibly for the next months or even longer, while also nurturing the special needs and methods integral to studies in art universities. 
 
These procedures are still being negotiated, since the health authorities´ suggestions for what will follow after tomorrow, August 13th, have not been made public yet.  What we need to prepare for is therefore still quite uncertain.   
 
In the meantime, we, together with other universities in Iceland, are working on a general policy regarding access to the university level. This work is lead by the ministry of education and should be concluded before the end of the week.  
 
However, what we do know for certain at this point is as follows:  
  • Further information about the organisation of this coming term will be introduced in the next few days, or as soon as we have the necessary information from health authorities.  
  • Our aim is to go as far as we possibly can in order to meet students needs, both regarding work where close contact is needed for artistic purposes and in terms of access to specialised facilities within the institution.   
  • We will adhere to restrictions imposed by health authorities since it is our responsibility to ensure the health and wellbeing of both our students and staff.  
  • We will put special emphasis on making first-year students feel welcome and safe so that their first days at the IUA feel both informative and encouraging.    
  • The buildings and the facilities at the IUA are already open within the restrictions that are valid until Friday morning, see:  (https://www.covid.is/undirflokkar/hvad-thydir-samkomubann
 
Finally, I would like to stress the fact that recent infections here in Iceland have mainly been detected among young people. Therefore we now know that young people are just as vulnerable to Covid19 as other age groups and that we have every reason to encourage students to be cautious regarding their health.  
 
Further information will be provided as it is revealed to us, but in the meantime, I encourage you to get in contact with the following members of staff should you need assistance:  
 
Students: Björg Jóna Birgisdóttir; bjorg [at] lhi.is, tel: 893 6360. 
Staff; Haukur Björnsson; haukurbjornsson [at] lhi.is, tel: 840 6600, Sóley Björt Guðmundsdóttir; soleybjort [at] lhi.is, tel: 898 8786. 
International Office; Alma Ragnarsdóttir; alma [at] lhi.is, sími 864 5822. 
Academic matters; Fríða Björk Ingvarsdótir, rector; frida [at] lhi.is, tel: 896 3005. 
 
I hope you enjoyed the summer and with warm regards to you all,  
 
Fríða Björk Ingvarsdóttir 
rector.