Í námskeiðinu verður fjallað um listmiðaða umhverfismenntun (e. arts-based environmental education) í víðu samhengi. Í fyrri hluta námskeiðsins verður fjallað um skynjun og umhverfi út frá kenningum í náttúrufagurfræði og fyrirbærafræði, og í seinni hlutanum verður fjallað um tengsl náttúrufagurfræði og siðfræði og kenningar um listmiðaða umhverfismenntun og fagurferðilegt uppeldi. Áhersla verður lögð á að dýpka þekkingu og skilning nemenda á mikilvægi þess að huga að fagurferðilegri skynjun rýmis og umhverfis í öllu námi, hvort sem um manngert eða náttúrlegt umhverfi er að ræða.

 

Kennari: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

Staður og stund: Laugarnes, miðvikudaga, kl. 13:00-15:50

Tímabil: 30. september 21. október og 11. nóvember til 2. desember 

Einingar: 6 ECTS

Verð: 6 eininga námskeið - 73.500 kr. (án eininga) / 91.800 kr. (með einingum)

 

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.

Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.

Greiða þarf námskeiðagjöld 3 vikum áður en námskeið hefjast til þess að staðfesta þátttöku.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að athuga að vegna COVID-19 þá gæti námskeiðið breyst fyrirvaralítið í fjarkennslu að hluta til eða alveg. 

Nánari upplýsingar: Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Listkennsludeildar. olofhugrun [at] lhi.is / 520 2409