Námskeiðið er kennt í fjarkennslu 

 

Í námskeiðinu kynnast nemendur mismunandi kenningum í sálfræði sem tengjast námi og þroska barna og ungmenna og hvernig þær nýtast í kennslu.  

Nemendur kynnast ýmsum kenningum varðandi samskipti og agastjórnun. Fjallað er um helstu hegðunarraskanir og hvernig hægt er að bregðast við þeim á vettvangi kennslu.   

Skoðaðar eru leiðir til að takast á við framkomukvíða auk þess sem fjallað er um núvitund og hugræna atferlismeðferð. Námið fer alfarið fram í fjarnámi en mikil áhersla er lögð á umræðutíma.

Nákvæm tímasetning kennslustunda/umræðutíma verður ákveðin í samráði við nemendahópinn þegar nær dregur.

 

Fyrir hverja er námskeiðið: tónlistarskólakennara og tilvonandi tónlistarskólakennara 

 

Í lok námskeiðs eiga nemendur að:

  • þekkja helstu kenningar á sviði náms- og þroskasálfræði, 
  • þekkja einkenni helstu hegðunarraskana og hvernig hægt er að bregðast við þeim, 
  • þekkja til helstu aðferða í agastjórnun og geta lagt mat á hvaða aðferðir henta hverju sinni,
  • vera betur undirbúin fyrir fjölbreytt samskipti sem kennarastarfinu fylgja,
  • þekkja leiðir til að takast á við framkomu- og frammistöðukvíða.

Námsmat: Ástundun, virkni og verkefni

Kennari: Guðbjörg Daníelsdóttir

Kennslustaður og tímabil: Fjarnám, 1. september til 20. nóvember

Stig:

Einingar: 10 ECTS

Verð: 10 eininga námskeið - 122.500 kr. (án eininga) / 153.000 kr. (með einingum)

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálagi kennara.

Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.

Nánari upplýsingar: Sunna Rán Stefánsdóttir, verkefnastjóri tónlistardeildar, sunnaran [at] lhi.is