Vegna COVID er námskeiðið kennt í staðarnámi og fjarkennslu á rauntíma

 

Í námskeiðinu er farið yfir helstu tegundir og strauma femínisma og hinsegin fræða með áherslu á ríkjandi hugmyndir og kynjapólitík í samtímanum. Horft er sérstaklega til skrifa og framsetningu listamanna um eigin verk og sjálf-yfirlýstra ásetninga þeirra innan myndlistar og sviðslistaformsins, það er svo sett í samhengi við kynjafræðikenningar og femíníska gagnrýni. Birtingarform og merking kyngervis í tungumáli, samfélagi og menningu eru greind með áherslu á uppbrot staðalímynda í afstöðu og verkum listamanna. Leitast er við að greina hvernig hugmyndir um kyngervi hafa áhrif á listsköpun jafnt sem umræðu og skrif um myndlist og sviðslistir.  

 

Fyrir hverja er námskeiðið:

Í námskeiðinu er farið yfir helstu tegundir og strauma femínisma og hinsegin fræða með áherslu á ríkjandi hugmyndir og kynjapólitík í samtímanum. Horft er sérstaklega til skrifa og framsetningu listamanna um eigin verk og sjálf-yfirlýstra ásetninga þeirra innan myndlistar og sviðslistaformsins, það er svo sett í samhengi við kynjafræðikenningar og femíníska gagnrýni. Birtingarform og merking kyngervis í tungumáli, samfélagi og menningu eru greind með áherslu á uppbrot staðalímynda í afstöðu og verkum listamanna. Leitast er við að greina hvernig hugmyndir um kyngervi hafa áhrif á listsköpun jafnt sem umræðu og skrif um myndlist og sviðslistir.  

 

Í lok námskeiðsins eiga nemendur að: 

  • kunna skil á þeim ólíku tegundum, orðræðum og aðferðum femínisma og hinsegin fræða sem kynnt eru á námskeiðinu og geta beitt þeim á gagnrýnin hátt í töluðu máli og við greiningu á myndverkum, sviðsverkum og skrifum um verk, 
  • hafa öðlast skilning á þeim hugmyndafræðilegu og samfélagslegu þáttum sem hafa áhrif á birtingarmyndir, framsetningu og orðræðu um kyn og kyngervi í sviðslistum og myndlist, 
  • geta greint kynjaðar birtingarmyndir, orðræðu og framsetningu innan myndlistar og sviðslistaformsins, rökstutt skoðanir sínar á fræðilegum forsendum og sett í samhengi við kenningar og hugtök, 
  • þekkja möguleika og takmarkanir myndlistar- og sviðslistaformsins til kynjapólitískra aðgerða og geta lagt sjálfstætt, gagnrýnið mat á yfirlýsingar þeirra listamanna sem fjallað er um í námskeiðinu, 
  • geta sett eigin viðfangsefni í rannsóknum og listsköpun í kynjafræðilegt samhengi og metið sjálfstætt eigin verk og verkefni með tilliti til nýjustu þekkingar á fagsviðinu. 

Námsmat:  þátttaka í tímum, munnleg og skrifleg verkefni

Kennari: Aðalheiður L. Guðmundsdóttir, Gréta Kristín Ómarsdóttir
Staður og stund: Laugarnes, fimmtudaga, kl. 10:30-12:10 og fjarkennsla á rauntíma 
Tímabil: 17. september til 26. nóvember, ath ekki er kennt í verkefnaviku 2.-6. nóvember 2020
Kennslutungumál: Enska / English
Stig: BA

Einingar: 4 ECTS

Verð: 49.000 kr. (án eininga) / 61.200 kr. (með einingum)

Kjósi nemendur að taka námskeið án eininga gefur kennari verkefnum nemenda ekki endurgjöf. Verðmunur ræðst þ.a.l. af auknu vinnuálgi kennara. 

Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda. 

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að athuga að vegna COVID-19 þá gæti námskeiðið breyst fyrirvaralítið í fjarkennslu að hluta til eða alveg. 

Nánari upplýsingar: Sindri Leifsson, verkefnastjóri myndlistardeildar: sindrileifsson [at] lhi.is