Hér má finna vefsíðu útskriftarverkefna hönnunar- og arkitektúrdeildar. Þar er hægt að finna útskriftarverk nemenda sem útskrifast með BA gráðu í arkitektúr, fatahönnun, grafískri hönnun og vöruhönnun. Verkin voru öll sýnd á Kjarvalsstöðum dagana 4. – 11. maí 2019.
 
Á síðunni má lesa sér til um námsbrautirnar fjórar og um útskriftarverkefnin sjálf.
 
Síðan kemur til með að vera vettvangur fyrir skráningu á útskriftarverkefnum framtíðarinnar og mun því virka sem ákveðinn gagnabanki fyrir þá sem eru áhugasamir um að fylgjast vel með útskriftarverkefnum hönnunar- og arkitektúrnema Listaháskóla Íslands.