Tónlistardeild Listaháskóla Íslands, í samstarfi við Söngskóla Sigurðar Demetz býður upp á námskeiðið Óperusöngvarinn, dagana 3.-7. ágúst 2021.
Leiðbeinendur verða Dísella Lárusdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Antonía Hevesi og kennt verður í sal Söngskólans Sigurðar Demetz, Ármúla 44, 108 Reykjavík. 
 
Á námskeiðinu er unnið markvisst að því að búa þátttakendur undir áheyrnarprufur. Þátttakendur fá fyrirlestur um hvernig áheyrnarprufum er háttað og mismunandi áherslur á milli landa, Þýskalands, Englands og Bandaríkjanna. Þátttakendur fá þjálfun og reynslu í að fullvinna aríur og söngles (it. recitativo); samhengi, texta og tónlistar, skoða bakgrunn verksins og persónusköpun. Farið verður yfir helstu þætti varðandi tónlistarstíl, framburð, textameðferð, líkamsvitund, kvíðastjórnun, söng-, leik- og sviðstækni. Þátttakendur undirbúa að lágmarki eina aríu og eitt recitatíf að eigin vali til þess að vinna með á námskeiðinu. Mikilvægt er að þátttakendur kunni tónlistina utan að áður en námskeið hefst. 
Lærdómsviðmið: Í lok námskeiðs eiga nemendur að:
  • Geta undirbúið aríu og recitatíf úr óperu
  • Geta kynnt sig í fyrirsöng og flutt aríu úr óperu af öryggi fyrir dómnefnd
  • Öðlast þekkingu á því hvernig fyrirkomulag er á fyrirsöng á mismunandi stöðum s.s. í tónlistarháskólum, söngkeppnum og fyrir umboðsmenn eða óperuhús
  • Þekkja helstu grunnatriði í sviðstækni auk grunnhugmynda í leiktækni (Stanislavskíj)
  • Geta undirbúið texta á erlendum tungumálum
  • Öðlast skilning og þekkingu á námi og starfi söngvarans; mikilvægi tónlistarstíls, framburðar, textameðferðar, söngtækni, leiktækni, sviðstækni og líkamsvitundar

Kennarar: Umsjón Hanna Dóra Sturludóttir fagstjóri söngs LHÍ
Dísella Lárusdóttir, söngur
Orri Huginn Ágústsson, leiktúlkun
Gunnar Guðbjörnsson, fyrirlesari
Antonía Hevesi, píanóleikari
Samstarfsaðilar: Söngskóli Sigurðar Dementz og Söngskólinn í Reykjavík
Námsmat: Námsmat byggir á virkri þátttöku og leiðsagnarmati
Fyrir hverja er námskeiðið: Núverandi nemendur í bakkalárnámi í söng, nemendur úr tónlistarskólum, framtíðarnemendur og fagaðila á vettvangi.
Samstarfsaðilar: Söngskóli Sigurðar Dementz og Söngskólinn í Reykjavík
Einingar: 2 ECTS
Kennslutungumál: íslenska
Staðsetning: Söngskóli Sigurðar Demetz
Kennslutímabil: 3.-7. ágúst 
Tímasetning: Námskeiðið er virka daga frá kl. 9:00 til 17:00 og lýkur með tónleikum
Forkröfur: Stúdentspróf, tónlistarfólk

 

Verð: Hvert sumarnámskeið kostar 3.000 kr. alls. Vinsamlegast athugið að námskeiðsgjald er ekki endurgreitt nema námskeið falli niður
Nánari upplýsingar: sumarnam [at] lhi.is, Björg Stefánsdóttir og Karólína Stefásdóttir 

Vegna COVID-19 getur fyrirkomulag kennslu getur breyst með litlum fyrirvara.
Vinsamlegast athugið að öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um lágmarksþátttöku. 

Rafræn umsókn 

FLÝTILEIÐIR

Rafræn umsókn
Um sumarnám 2021
Upplýsingar um námskeið

Fyrirspurnir
sumarnam [at] lhi.is