Lýsing:
Kenndar eru undirstöður klassískrar hljómfræði, (sætakerfi).  Farið í meðferð þríhljóma og sjöundarhljóma í dúr og moll með áherslu á góða framvindu og  traust niðurlög.
Námskeiðið hentar fyrir byrjendur í hljómfræði.
Lærdómsviðmið: Í lok námskeiðs eiga nemendur að:
  • hafa tæknilega leikni í undirstöðum hljómfræðinnar
  • geta greint og staðsett sjöundarhljóma í dúr og moll
  • geta undirbúið og leyst sjöundarhljóma í dúr og moll
  • kunna skila á helstu niðurlögum í dúr og moll 
Námsmats: Skriflegt próf  
Fyrir hverja er námskeiðið: Nýnema tónlistardeildar haust 2020  og nemendur á framhaldsstigi 
Kennari: Hróðmar I Sigurbjörnsson 
Einingar: Námskeiðið er ekki metið til háskólaeininga en jafngildir 6 framhaldsskólaeiningum.
Staðsetning: Fjarnám
Kennslutímabil: 28. maí - 9. júlí
Tímasetning: Óstaðfest
 
 

Rafræn umsókn