Á námskeiðinu munu nemendur fá kynningu á hugmynda- og vinnuferli arkitektúrs, kynnast skissuvinnu og fá innsýn inn í arkitektóníska hugmyndafræði í gegnum skapandi ferli og teiknivinnu. Lögð verða fyrir nemendur nokkur skissuverkefni til þess að vekja sköpunargáfuna. Fyrri vikan mun einkennast af slíkri skissuvinnu í gegnum skapandi ferli, en í seinni vikunni verður lagt fyrir lítið örhönnunarverkefni á frjálsum forsendum út frá skissuvinnu fyrri viku. Nemendur fá innsýn inn í hið arkitektóníska rannsóknarferli, auk þess sem áhersla verður lögð á að sjá og skynja umhverfið í nýju ljósi. Nemendur kynnast hugmynda- og vinnuferli arkitektúrs og læra vinnubrögð í hugmyndavinnu, skissun og teikningu. Áhersla lögð á samspil teikningar, skynjunar og umhverfis.

Námsmat: Á fyrsta degi námskeiðs erður öll dagskráin kynnt sem farið verður í yfir námskeiðstímann. Nemendur sem standa skil á öllum verkefnum standast námskeiðið. 

Fyrir hverja er námskeiðið: Námskeiðið er ætlað fólki á aldrinum 16 – 22 ára sem hefur áhuga á arkitektúr sem fagi og hugsanlegri námsleið. Námskeiðið er fyrir byrjendur og því ekki nauðsynlegt að hafa neinn grunn. Námskeiðið er hugsað sem kynning á háskólanámi í arkitektúr og er góður undirbúningur fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér að sækja um nám í Listaháskólanum.
 
Kennari: Karitas Möller 
Einingar: Námskeiðið er án eininga
Kennslutungumál: íslenska
Staðsetning:  Laugarnes 
Kennslutímabil: 4.-14. ágúst
Tímasetning: kl. 13-16
Forkröfur: Engar forkröfur, fyrir þátttakendur á aldrinum 16 – 22 ára
 

Rafræn umsókn