Hagnýtt námskeið fyrir ungt fólk sem vill auka þekkingu sína á lýðræði, íslenska stjórnkerfinu, fjölmiðlum, alþjóðastofnunum og því hvernig einingar í nærumhverfinu taka ákvarðanir. Námskeiðið er hugsað fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á að efla sig til aukinnar borgaralegrar þátttöku og læra hvernig er skilvirkast að taka þátt í mótun nærsamfélagsins.  Námskeiðið kennir á hagnýt tól og tæki sem of fáir þekkja, skoða stoðir lýðræðis og skapa umræðu um það hægt er að haft áhrif á samfélagið sem við búum í og gert það skilvirkara. Námskeiðið er blanda af staðnámi og fjarnámi og praktísk verkefni verða leyst sem eru til þess fallin að efla getu ungs fólks til að taka þátt í ákvörðunum sem móta samfélagið.   
Fyrir hverja er námskeiðið: Framhaldsskólanemendur og önnur ungmenni.
 
Hvað er kennt: Hvernig er hægt að taka þátt í að móta samfélagið sem við búum í? Skoðað verður hvort þátttaka ungs fólks í stjórnmálum skipti máli, hvers vegna svo sé og hvernig maður ber sig að til að taka þátt.  Íslenska stjórnkerfið verður skoðað út frá stjórnskipan og samanburði við önnur lönd og kennt verður hvernig hægt er að nýta sér þau tæki sem til staðar eru í dag til að taka þátt í mótun ákvarðana í nærumhverfinu; á vettvangi Alþingis, Norðurlandanna og innan stofnana Evrópusambandsins. Farið verður yfir tækifæri og möguleika sem í boði eru fyrir ungt fólk innan alþjóðastofnana til að taka þátt í mótun samfélagsins og kennt verður í gegn um hlutverkaleik hvernig ákvarðanir eru teknar. 
Kennslu tungumál: Íslenska
Lærdómsviðmið:
Í lok námskeið hafa nemendur öðlast þekkingu á og reynslu í:
  • rækta með sér forvitni um samfélagið og stjórnkerfið á Íslandi,
  • auka sitt eigið lýðræðislæsi með aðferðum 21. aldarinnar og öðlast kunnáttu til aukinnar borgaralegrar þátttöku,
  • að auka færni sína í að miðla skoðunum sínum með lýðræðislegum hætti,
  • að læra að þekkja helstu alþjóðastofnanir sem Ísland á aðild að,
  • að kynnast nokkrum af þeim tækifærum sem í boði eru fyrir ungt fólk innan alþjóðlegs samstarfs.
 
Námsmat: Matið er í formi jafningjamats - það verða ekki gefnar einkunnir.
Kennari: Hulda Herjolfsdóttir Skogland, stjórnmálafræðingur og meistarnemi í listkennslu.
Staður: Laugarnes
Kennslutímabil: 4.-14. ágúst, kl. 13-15
Tímabil: 4.-14. ágúst
Einingar: 2 ECTS Námskeið sem tekin eru án eininga geta þó skráðst, án eininga, á námsferil nemenda.
Forkröfur: Engar forkröfur en aldurstakmark 18 ár
 

Rafræn umsókn